Loka dyrunum fyrir umboðsmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 15:01 Erling Haaland er stærsta fótboltastjarna Norðmanna í dag enda einn allra besti framherji heims. Getty/Sebastian Widmann Norska knattspyrnusambandið hefur miklar áhyggjur af ásókn umboðsmanna í efnilegustu fótboltamenn þjóðarinnar og nú hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til aðgerða til að vega á móti þróun síðustu ára. Norðmenn eiga tvo af stærstu ungstirnum fótboltans síðasta áratuginn eða þá Martin Ødegaard hjá Arsenal og Erling Braut Haaland hjá Manchester City. Á sama tíma hafa Norðmenn einnig eignast mjög öflugar knattspyrnukonur eins og þær Ödu Hegerberg hjá Lyon og Caroline Graham Hansen hjá Barcelona. Uppkoma þessara frábæru leikmanna hefur ekki minnkað áhuga umboðsmanna á ungu landsliðsfólki Norðmanna en nú ætlar norska sambandið að grípa í taumana. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Flestir þessara umboðsmanna eru að koma erlendis frá og með þá von um að finna næstu stjörnu norska fótboltans. Hingað til hafa umboðsmenn fengið aðgengi að æfingabúðum fjórtán til sextán ára krakka en þangað eru boðuð þau efnilegustu í norska fótboltanum hverju sinni. Næstu æfingarbúðir eru á dagskránni í febrúar en þar mun norska sambandið loka dyrunum fyrir umboðsmönnum. „Við höfum rætt þetta í nokkur ár og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Håkon Gröttland, yfirmaður fótboltaskóla norska sambandsins. „Þessar æfingabúðir eru líka góður staður fyrir þjálfara krakkanna að hittast og bera saman bækur sínar. Það eru líka margir stoltir foreldrar sem vilja fylgjast með. Á sama tíma er nauðsynlegt að skapa ró og minnka ónæðið þegar við köllum saman okkar efnilegasta fólk,“ sagði Gröttland. „Það skiptir líka máli í þessu að umboðsmönnum frá erlendum félögum hefur fjölgað mikið,“ sagði Gröttland. Norski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Norðmenn eiga tvo af stærstu ungstirnum fótboltans síðasta áratuginn eða þá Martin Ødegaard hjá Arsenal og Erling Braut Haaland hjá Manchester City. Á sama tíma hafa Norðmenn einnig eignast mjög öflugar knattspyrnukonur eins og þær Ödu Hegerberg hjá Lyon og Caroline Graham Hansen hjá Barcelona. Uppkoma þessara frábæru leikmanna hefur ekki minnkað áhuga umboðsmanna á ungu landsliðsfólki Norðmanna en nú ætlar norska sambandið að grípa í taumana. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Flestir þessara umboðsmanna eru að koma erlendis frá og með þá von um að finna næstu stjörnu norska fótboltans. Hingað til hafa umboðsmenn fengið aðgengi að æfingabúðum fjórtán til sextán ára krakka en þangað eru boðuð þau efnilegustu í norska fótboltanum hverju sinni. Næstu æfingarbúðir eru á dagskránni í febrúar en þar mun norska sambandið loka dyrunum fyrir umboðsmönnum. „Við höfum rætt þetta í nokkur ár og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Håkon Gröttland, yfirmaður fótboltaskóla norska sambandsins. „Þessar æfingabúðir eru líka góður staður fyrir þjálfara krakkanna að hittast og bera saman bækur sínar. Það eru líka margir stoltir foreldrar sem vilja fylgjast með. Á sama tíma er nauðsynlegt að skapa ró og minnka ónæðið þegar við köllum saman okkar efnilegasta fólk,“ sagði Gröttland. „Það skiptir líka máli í þessu að umboðsmönnum frá erlendum félögum hefur fjölgað mikið,“ sagði Gröttland.
Norski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira