Annað álit segir að lífeyrissjóðir megi fella niður vexti Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2024 13:31 Hörður Guðbrandsson er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Í áliti Magna lögmanna, sem unnið er fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur, segir að lífeyrissjóðnum Gildi sé heimilt að fella niður vexti og verðbætur sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í álitinu, sem Vísir hefur undir höndum, er leitað svara við því hvort lífeyrissjóðurinn Gildi hafi heimild að lögum til þess að gefa eftir kröfur á hendur lántakendum með því að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í tilkynningu frá Gildi frá 13. desember síðastliðnum sagði að niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi vegna sjóðfélagalána í Grindavík, væri afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Þá höfðu verið uppi háværar kröfur um að lífeyrissjóðir gæfu vexti og verðbætur eftir við frystingu lána Grindvíkinga, líkt og stóru viðskiptabankarnir þrír ákváðu að gera. Kröfurnar urðu svo háværar að fjölmenn mótmæli voru haldin í höfuðsstöðvum Gildis og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sakaður um að hafa farið fram með offorsi. Hann vísaði öllum slíkum ásökunum á bug. Lögfræðingarnir ekki sammála Sem áður segir fékk Gildi lögmannsstofuna LEX til þess að vinna fyrir sig lögfræðiálit um það hvort sjóðnum væri heimilt að fella niður vexti og verðbætur lántakenda með almennum hætti. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi sagði að sjóðnum væri samkvæmt álitinu heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi var bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Nú hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur fengið lögmannsstofuna Magna lögmenn til þess að vinna fyrir sig sams konar álit. Eins og svo oft áður komast lögfræðingarnir að andstæðri niðurstöðu. Ekki inngrip í eignarréttindi annarra sjóðfélaga Í niðurstöðum álitsins segir að það leiði ekki af lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða öðrum lögum að lífeyrissjóðnum Gildi sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Niðurfelling vaxta og verðbóta við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík eigi stoð í heimildum til rekstrar sjóðsins samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og meginreglum samninga- og kröfuréttar, eftir atvikum eins og þær hafa verið lögfestar, þar með talið í lögum um fasteignalán til neytenda. Niðurfellingin myndi ekki fela í sér inngrip í eignarréttindi sjóðfélaga Gildis lífeyrissjóðs, sem væri andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins. Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Grindavík Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30 Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26 Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í álitinu, sem Vísir hefur undir höndum, er leitað svara við því hvort lífeyrissjóðurinn Gildi hafi heimild að lögum til þess að gefa eftir kröfur á hendur lántakendum með því að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í tilkynningu frá Gildi frá 13. desember síðastliðnum sagði að niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi vegna sjóðfélagalána í Grindavík, væri afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Þá höfðu verið uppi háværar kröfur um að lífeyrissjóðir gæfu vexti og verðbætur eftir við frystingu lána Grindvíkinga, líkt og stóru viðskiptabankarnir þrír ákváðu að gera. Kröfurnar urðu svo háværar að fjölmenn mótmæli voru haldin í höfuðsstöðvum Gildis og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sakaður um að hafa farið fram með offorsi. Hann vísaði öllum slíkum ásökunum á bug. Lögfræðingarnir ekki sammála Sem áður segir fékk Gildi lögmannsstofuna LEX til þess að vinna fyrir sig lögfræðiálit um það hvort sjóðnum væri heimilt að fella niður vexti og verðbætur lántakenda með almennum hætti. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi sagði að sjóðnum væri samkvæmt álitinu heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi var bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Nú hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur fengið lögmannsstofuna Magna lögmenn til þess að vinna fyrir sig sams konar álit. Eins og svo oft áður komast lögfræðingarnir að andstæðri niðurstöðu. Ekki inngrip í eignarréttindi annarra sjóðfélaga Í niðurstöðum álitsins segir að það leiði ekki af lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða öðrum lögum að lífeyrissjóðnum Gildi sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Niðurfelling vaxta og verðbóta við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík eigi stoð í heimildum til rekstrar sjóðsins samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og meginreglum samninga- og kröfuréttar, eftir atvikum eins og þær hafa verið lögfestar, þar með talið í lögum um fasteignalán til neytenda. Niðurfellingin myndi ekki fela í sér inngrip í eignarréttindi sjóðfélaga Gildis lífeyrissjóðs, sem væri andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins.
Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Grindavík Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30 Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26 Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30
Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26
Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55