Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2024 22:14 „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum,“ segir Gunnar Dofri. Reykjavíkurborg/Vísir/Ívar Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins. Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins.
Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira