Settur í fjölmiðlabann tvítugur: Vonandi búinn að þroskast eitthvað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 11:01 FH-ingar fagna hér Böðvari Böðvarssyni eftir að hann skoraði í Evrópuleik FH á móti Sporting Braga. EPA-EFE/HUGO DELGADO Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson segir að ekkert annað lið en FH hafi komið til greina þegar hann samdi við uppeldisfélagið á nýjan leik. Fleiri lið úr Bestu deild karla í fótbolta höfðu áhuga á að semja við hann. „Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar. Besta deild karla FH Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
„Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar.
Besta deild karla FH Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira