Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Árni Sæberg skrifar 11. janúar 2024 14:28 Herjólfsdalur í Vestmannaeyjum. Þar er töluvert mikils nikótíns neytt yfir verslunarmannahelgina. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins. Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins.
Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent