Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk Arnardóttir var handtekin og framseld til Noregs vegna þess að norska lögreglan ályktaði sem svo að hún ætlaði ekki að mæta fyrir dóm. Hún hafði gert ferðaplön fyrir dóm í Noregi en áður en til þess kom var handtökuskipun gefin út. Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira