„Samkvæmt óupplýstu, fáfróðu og groddalegu fólki þá geta konur ekki unnið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2024 07:00 Hjónin fyrrverandi á góðri stundu. @nikkisappspo Nikki Spoelstra, fyrrverandi eiginkona Erik Spoelstra – þjálfara Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tjáð sig um orðróma þess efnis að hún hafi „klúðrað“ skilnaðinum en Erik fékk nýjan samning hjá Heat upp á mörg hundruð milljónir að skilnaðurinn var staðfestur. Þannig er mál með vexti að hinn 53 ára gamli Erik skrifaði á dögunum undir átta ára risasamning hjá Heat. Talið er að laun hans muni nema um 120 milljónum Bandaríkjadala eða 16 og hálfum milljarði íslenskra króna. Í kjölfarið var Nikki gagnrýnd og sagt að hún hefði nú heldur betur „klúðrað“ þessu þar sem hún hefði fengið nokkrar milljónir í sinn vasa hefðu þau enn verið gift þegar Erik skrifaði undir nýja risasamninginn. Hin 36 ára gamla Nikki hefur tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni þar sem hún hefur fengið nóg af fólki sem er að gagnrýna hana. Hún tekur jafnframt fram að þetta sama fólk hafi verið að gagnrýna hana árum saman. Erik Spoelstra s Ex-Wife Nikki Sapp Who He Met When She Was HEAT Dancer Address The Conversation That Coach Spo Made Sure to Divorce Her Before He Signed His $120 Million Extension and She Fumbled The Bag (IG Post-Pics) https://t.co/CJo6WaK1Rm pic.twitter.com/ALoj0gnQQ0— Robert Littal BSO (@BSO) January 11, 2024 „Samkvæmt óupplýstu, fáfróðu og groddalegu fólki þá geta konur ekki unnið. Konur geta í alvöru ekki verið ástfangnar af einhverjum sem er farsæll í sínu starfi. Þær eru bara að þykjast því allt sem þær vilja eru peningar. Og ef kona ákveður að vera ekki með farsælum maka þá er hún hálfviti,“ sagði Nikki kaldhæðin og hélt áfram. „Og nei, ég mun ekki hunsa áreitið lengur. Ég hunsaði það í mörg ár og það fór illa með andlega heilsu mína. Fólk þarf að skilja betur hvaða áhrif orð þeirra geta haft á fólk, ekki bara á mig heldur fólk yfir höfuð.“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Spoelstra (@nikkisappspo) Tæpir tveir mánuðir eru síðan skilnaður hjónanna var staðfestur en þau voru saman í sjö ár. Þau kynntust í gegnum Heat þar sem Nikki var dansara hjá félaginu. Saman eiga þau þrjú börn, Santiago sem er fimm ára, Dante sem er þriggja ára og Ruby sem er eins árs. Körfubolti NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Þannig er mál með vexti að hinn 53 ára gamli Erik skrifaði á dögunum undir átta ára risasamning hjá Heat. Talið er að laun hans muni nema um 120 milljónum Bandaríkjadala eða 16 og hálfum milljarði íslenskra króna. Í kjölfarið var Nikki gagnrýnd og sagt að hún hefði nú heldur betur „klúðrað“ þessu þar sem hún hefði fengið nokkrar milljónir í sinn vasa hefðu þau enn verið gift þegar Erik skrifaði undir nýja risasamninginn. Hin 36 ára gamla Nikki hefur tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni þar sem hún hefur fengið nóg af fólki sem er að gagnrýna hana. Hún tekur jafnframt fram að þetta sama fólk hafi verið að gagnrýna hana árum saman. Erik Spoelstra s Ex-Wife Nikki Sapp Who He Met When She Was HEAT Dancer Address The Conversation That Coach Spo Made Sure to Divorce Her Before He Signed His $120 Million Extension and She Fumbled The Bag (IG Post-Pics) https://t.co/CJo6WaK1Rm pic.twitter.com/ALoj0gnQQ0— Robert Littal BSO (@BSO) January 11, 2024 „Samkvæmt óupplýstu, fáfróðu og groddalegu fólki þá geta konur ekki unnið. Konur geta í alvöru ekki verið ástfangnar af einhverjum sem er farsæll í sínu starfi. Þær eru bara að þykjast því allt sem þær vilja eru peningar. Og ef kona ákveður að vera ekki með farsælum maka þá er hún hálfviti,“ sagði Nikki kaldhæðin og hélt áfram. „Og nei, ég mun ekki hunsa áreitið lengur. Ég hunsaði það í mörg ár og það fór illa með andlega heilsu mína. Fólk þarf að skilja betur hvaða áhrif orð þeirra geta haft á fólk, ekki bara á mig heldur fólk yfir höfuð.“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Spoelstra (@nikkisappspo) Tæpir tveir mánuðir eru síðan skilnaður hjónanna var staðfestur en þau voru saman í sjö ár. Þau kynntust í gegnum Heat þar sem Nikki var dansara hjá félaginu. Saman eiga þau þrjú börn, Santiago sem er fimm ára, Dante sem er þriggja ára og Ruby sem er eins árs.
Körfubolti NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira