Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 11:32 Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir á ári. getty Samkvæmt Opnum reikningum kostar kaffineysla hið opinbera sitt. Starfsmenn ríkisins spara í engu við sig í mat og drykk og alls ekki þegar gæðakaffi er annars vegar. Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“ Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“