Hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 12. janúar 2024 12:15 Frá aðgerðum í Grindavík í gær. Vísir/Steingrímur Dúi Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík er hafin á ný. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir leit ganga vel og að hann sé hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag. Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag hófst aftur klukkan tíu í morgun. Leit hafði verið frestað seint í gærkvöldi eftir að ástandið í sprungunni var metið ótryggt. Það hefur reynst björgunarfólki erfitt að starfa við sprunguna, meðal annars vegna mikillar rigningar. Maðurinn hafði verið að fylla í sprungu við hús í Vesturhópi í Grindavík þegar hann er talinn hafa fallið ofan í hana. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir aðgerðir ganga ágætlega. „Það gengur ágætlega en við erum ekki búin að finna manninn,“ segir Úlfar. Eruð þið bjartsýn á að finna manninn í dag? „Við erum alltaf bjartsýn. Hæfilega bjartsýn.“ Búið er að fresta öllum öðrum framkvæmdum innan bæjarins. „Lagfæringar, það að fylla í sprungur í bænum, því hefur öllu verið slegið á frest fram yfir helgi. Hugmyndin var að funda með verktökum næstkomandi þriðjudag,“ segir Úlfar. Er óhætt fyrir íbúana að vera í bænum? „Staðan er óbreytt að svo stöddu.“ Er það til skoðunar að rýma bæinn á ný? „Við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Fjöldi fólks gistir í bænum þessa dagana. „Mér sýnist það hafa verið gist í rúmlega 90 húsum í nótt. Þetta hefur verið rokkandi síðustu daga, frá 40-50 íbúðum upp í þessa tölu, jafnvel aðeins hærra,“ segir Úlfar. Úlfar segir framkvæmdirnar hafa verið á vegum Náttúruhamfaratryggingar en forstjóri stofnunarinnar sagði í stuttu samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki tímabært fyrir stofnunina að tjá sig um málið. Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag hófst aftur klukkan tíu í morgun. Leit hafði verið frestað seint í gærkvöldi eftir að ástandið í sprungunni var metið ótryggt. Það hefur reynst björgunarfólki erfitt að starfa við sprunguna, meðal annars vegna mikillar rigningar. Maðurinn hafði verið að fylla í sprungu við hús í Vesturhópi í Grindavík þegar hann er talinn hafa fallið ofan í hana. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir aðgerðir ganga ágætlega. „Það gengur ágætlega en við erum ekki búin að finna manninn,“ segir Úlfar. Eruð þið bjartsýn á að finna manninn í dag? „Við erum alltaf bjartsýn. Hæfilega bjartsýn.“ Búið er að fresta öllum öðrum framkvæmdum innan bæjarins. „Lagfæringar, það að fylla í sprungur í bænum, því hefur öllu verið slegið á frest fram yfir helgi. Hugmyndin var að funda með verktökum næstkomandi þriðjudag,“ segir Úlfar. Er óhætt fyrir íbúana að vera í bænum? „Staðan er óbreytt að svo stöddu.“ Er það til skoðunar að rýma bæinn á ný? „Við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Fjöldi fólks gistir í bænum þessa dagana. „Mér sýnist það hafa verið gist í rúmlega 90 húsum í nótt. Þetta hefur verið rokkandi síðustu daga, frá 40-50 íbúðum upp í þessa tölu, jafnvel aðeins hærra,“ segir Úlfar. Úlfar segir framkvæmdirnar hafa verið á vegum Náttúruhamfaratryggingar en forstjóri stofnunarinnar sagði í stuttu samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki tímabært fyrir stofnunina að tjá sig um málið.
Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira