Barbie tekjuhæst og vinsælust á Íslandi í fyrra Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 12:33 Margot Robbie og Ryan Gosling léku Barbie og Ken í kvikmyndinni Barbie. Getty/Neil Mockford Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var, eins og annars staðar í heiminum, kvikmyndin Barbie. Kvikmyndin halaði inn yfir 134 milljónum króna í miðasölu á Íslandi í fyrra. Jafnframt var mesta aðsóknin á Barbie en alls lögðu yfir 80 þúsund kvikmyndahúsagestir leið sína í kvikmyndhús landsins til að sjá leiknu útgáfu leikstjórans Gretu Gerwig um leikfangadúkkuna Barbie. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRISK, Félagi rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum. Í öðru sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins var það íslenska kvikmyndin Villibráð í leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. Kvikmyndin þénaði tæpar 115 milljónir króna en yfir 56.000 manns fóru í kvikmyndahús „til að sjá vinahóp í Vesturbænum fara í stórhættulegan samkvæmisleik.“ Í þriðja sæti listans var svo stórmynd leikstjórans Christopher Nolan, Oppenheimer. Kvikmyndin var eins og frægt er orðið frumsýnd sama dag og Barbie og var yfirleitt vísað til þeirra saman sem Barbenheimer. Kvikmyndin segir frá vísindamanninum J. Robert Oppenheimer sem kom að því að hanna atómsprengjuna. Oppenheimer þénaði yfir 76 milljónir króna hérlendis ásamt því að taka á móti rúmlega 40 þúsund manns. Fleiri sáu íslensk verk í fyrra en árið áður Ásamt Villibráð rötuðu tvær aðrar íslenskar kvikmyndir i inn á listann yfir tuttugu tekjuhæstu kvikmyndir ársins en ellefu íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Kvikmyndin Kuldi, sem er byggð á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur og í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen, komst í 5. sæti aðsóknarlistans með yfir 61 milljónir króna í tekjur en tæplega 30 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum. Rétt á eftir Kulda og í 6. sæti aðsóknarlistans var kvikmyndin Napóleonsskjölin. Kvikmyndin í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er byggð á metsölubók Arnalds Indriðasonar og þénaði kvikmyndin tæpar 60 milljónir króna þar sem yfir 29 þúsund manns sáu myndina. Fleiri kvikmyndahúsagestir sáu íslensk verk í kvikmyndahúsum þetta árið samanborið við árið áður. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru rúmar 285 milljónir króna samanborið við rúmar 127 milljónir króna árið 2022. Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2023 má sjá hér að neðan. Fram kemur í tilkynningu FRISK að vinsældum mynda er ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda. Vinsælustu og tekjuhæstu myndirnarFRISK Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Tískan á Golden Globe: Bleikar bombur og litaglaðar stjörnur Verðlaunahátíðin Golden Globe fór fram í gærkvöldi á Beverly Hills hótelinu í Los Angeles. Stærstu stjörnur heimsins skinu sitt allra skærasta á rauða dreglinum en glæsilegir síðkjólar, pallíettur og litagleði voru í forgrunni. 8. janúar 2024 11:31 Oppenheimer hlaut flest verðlaun á Golden Globe-hátíðinni Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kalíforníu í gær og var það stórmyndin Oppenheimer sem hreppti flest verðlaun að þessu sinni, fimm talsins. Myndin hlaut meðal annars verðlaun sem besta dramamyndin, besta leikara í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki, en þer er um að ræða þá Cillian Murphy og Robert Downey Jr. 8. janúar 2024 07:51 Barbie og Succession með flestar tilnefningar til Golden Globe Kvikmyndin Barbie er með níu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er Succession, einnig með níu. 11. desember 2023 14:41 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2023 Hvað er hægt að segja um kvikmyndaárið 2023? Það kom að mörgu leyti að óvart og þá sérstakla menningarfyrirbæri Barbienheimer. Þá eru vísbendingar um að við jarðarbúar séum að fá leið á ofurhetjumyndum. 26. desember 2023 08:02 Feðginin Jóhannes Haukur og Ólöf slá í gegn í Kulda Kuldi sem er byggð á sögu Yrsu Sigurðardóttir er komin bíó. Kvikmyndin er hlaðin stórleikurum og hefur hún þegar slegið í gegn. 13. september 2023 13:28 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jafnframt var mesta aðsóknin á Barbie en alls lögðu yfir 80 þúsund kvikmyndahúsagestir leið sína í kvikmyndhús landsins til að sjá leiknu útgáfu leikstjórans Gretu Gerwig um leikfangadúkkuna Barbie. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRISK, Félagi rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum. Í öðru sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins var það íslenska kvikmyndin Villibráð í leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. Kvikmyndin þénaði tæpar 115 milljónir króna en yfir 56.000 manns fóru í kvikmyndahús „til að sjá vinahóp í Vesturbænum fara í stórhættulegan samkvæmisleik.“ Í þriðja sæti listans var svo stórmynd leikstjórans Christopher Nolan, Oppenheimer. Kvikmyndin var eins og frægt er orðið frumsýnd sama dag og Barbie og var yfirleitt vísað til þeirra saman sem Barbenheimer. Kvikmyndin segir frá vísindamanninum J. Robert Oppenheimer sem kom að því að hanna atómsprengjuna. Oppenheimer þénaði yfir 76 milljónir króna hérlendis ásamt því að taka á móti rúmlega 40 þúsund manns. Fleiri sáu íslensk verk í fyrra en árið áður Ásamt Villibráð rötuðu tvær aðrar íslenskar kvikmyndir i inn á listann yfir tuttugu tekjuhæstu kvikmyndir ársins en ellefu íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Kvikmyndin Kuldi, sem er byggð á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur og í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen, komst í 5. sæti aðsóknarlistans með yfir 61 milljónir króna í tekjur en tæplega 30 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum. Rétt á eftir Kulda og í 6. sæti aðsóknarlistans var kvikmyndin Napóleonsskjölin. Kvikmyndin í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er byggð á metsölubók Arnalds Indriðasonar og þénaði kvikmyndin tæpar 60 milljónir króna þar sem yfir 29 þúsund manns sáu myndina. Fleiri kvikmyndahúsagestir sáu íslensk verk í kvikmyndahúsum þetta árið samanborið við árið áður. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru rúmar 285 milljónir króna samanborið við rúmar 127 milljónir króna árið 2022. Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2023 má sjá hér að neðan. Fram kemur í tilkynningu FRISK að vinsældum mynda er ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda. Vinsælustu og tekjuhæstu myndirnarFRISK
Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Tískan á Golden Globe: Bleikar bombur og litaglaðar stjörnur Verðlaunahátíðin Golden Globe fór fram í gærkvöldi á Beverly Hills hótelinu í Los Angeles. Stærstu stjörnur heimsins skinu sitt allra skærasta á rauða dreglinum en glæsilegir síðkjólar, pallíettur og litagleði voru í forgrunni. 8. janúar 2024 11:31 Oppenheimer hlaut flest verðlaun á Golden Globe-hátíðinni Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kalíforníu í gær og var það stórmyndin Oppenheimer sem hreppti flest verðlaun að þessu sinni, fimm talsins. Myndin hlaut meðal annars verðlaun sem besta dramamyndin, besta leikara í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki, en þer er um að ræða þá Cillian Murphy og Robert Downey Jr. 8. janúar 2024 07:51 Barbie og Succession með flestar tilnefningar til Golden Globe Kvikmyndin Barbie er með níu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er Succession, einnig með níu. 11. desember 2023 14:41 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2023 Hvað er hægt að segja um kvikmyndaárið 2023? Það kom að mörgu leyti að óvart og þá sérstakla menningarfyrirbæri Barbienheimer. Þá eru vísbendingar um að við jarðarbúar séum að fá leið á ofurhetjumyndum. 26. desember 2023 08:02 Feðginin Jóhannes Haukur og Ólöf slá í gegn í Kulda Kuldi sem er byggð á sögu Yrsu Sigurðardóttir er komin bíó. Kvikmyndin er hlaðin stórleikurum og hefur hún þegar slegið í gegn. 13. september 2023 13:28 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tískan á Golden Globe: Bleikar bombur og litaglaðar stjörnur Verðlaunahátíðin Golden Globe fór fram í gærkvöldi á Beverly Hills hótelinu í Los Angeles. Stærstu stjörnur heimsins skinu sitt allra skærasta á rauða dreglinum en glæsilegir síðkjólar, pallíettur og litagleði voru í forgrunni. 8. janúar 2024 11:31
Oppenheimer hlaut flest verðlaun á Golden Globe-hátíðinni Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kalíforníu í gær og var það stórmyndin Oppenheimer sem hreppti flest verðlaun að þessu sinni, fimm talsins. Myndin hlaut meðal annars verðlaun sem besta dramamyndin, besta leikara í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki, en þer er um að ræða þá Cillian Murphy og Robert Downey Jr. 8. janúar 2024 07:51
Barbie og Succession með flestar tilnefningar til Golden Globe Kvikmyndin Barbie er með níu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er Succession, einnig með níu. 11. desember 2023 14:41
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2023 Hvað er hægt að segja um kvikmyndaárið 2023? Það kom að mörgu leyti að óvart og þá sérstakla menningarfyrirbæri Barbienheimer. Þá eru vísbendingar um að við jarðarbúar séum að fá leið á ofurhetjumyndum. 26. desember 2023 08:02
Feðginin Jóhannes Haukur og Ólöf slá í gegn í Kulda Kuldi sem er byggð á sögu Yrsu Sigurðardóttir er komin bíó. Kvikmyndin er hlaðin stórleikurum og hefur hún þegar slegið í gegn. 13. september 2023 13:28