Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins. Stjórn Þjóðarhallar ehf. skipa fimm einstaklingar. Ríki og borg tilnefna tvo fulltrúa hvort sem sitja í stjórn ásamt formanni.
Þau eru:
- Helga Sigurrós Valgeirsdóttir
- Þórey Edda Elísdóttir
- Ómar Einarsson
- Ólöf Örvarsdóttir
- Varamenn eru Högni Haraldsson og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Jón Arnór var um árabil besti körfuboltamaður landsins og spilaði meðal annars með KR og Val hérlendis og Dallas Mavericks, Sundsvall, Valencia og Granada. Hann hefur að undanförnu starfað sem viðskiptastjóri í eignastýringu hjá Fossum.
Greint var frá undirritun samnings ríkis og borgar um stofnun félagsins í gær. Það er 55 prósent í eigu ríkisins og 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar, en kostnaðarskiptingin byggist á úttekt á þörfum hvors aðila fyrir sig á notkun þjóðarhallarinnar.
Fyrsta verkefni stjórnarinnar er að hefja forval fyrir samkeppnisútboð um hönnun og byggingu mannvirkisins. Greint var frá því að í samningnum sé byggt á tillögum starfshóps um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga í íþróttum.
„Höllin mun rísa sunnan við Laugardalshöll upp að Suðurlandsbraut og verður 19.000m2 að stærð. Samkvæmt frumathugun framkvæmdanefndar er miðað við að byggingin muni taka 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 á tónleika. Til samanburðar rúmar Laugardalshöll 5.500 gesti hið mesta.“