Ný sviðsmynd kallar á nýja nálgun í hitun húsa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 12. janúar 2024 14:01 Við búum hér á landi við þau miklu forréttindi að geta notast við jarðvarma við upphitun húsa. Ákvörðun um að ráðast í þetta mikla verkefni var á sínum tíma aðdáunarverð og gjörbreytti lífsgæðum almennings. Með tímanum höfum við þó orðið góðu vön og þykir stöðugur aðgangur að jarðvarma þar sem hann er til staðar orðinn sjálfsagður. Yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesinu og sviðsmyndir sem ógnað hafa rekstri orkuversins á Svartsengi hafa þó vakið fjölmarga pípulagningameistara til umhugsunar um hvernig við hönnum lagnakerfi, enda sér Svartsengi yfir 12.000 heimilum og atvinnurekendum á Reykjanesinu fyrir húshitun. Sviðsmyndin er snýr að hitun húsa hefur tekið á sig aðra mynd og kallar á endurhugsun á því hvernig við hönnum og setjum upp lagnakerfa í mannvirkjum sem nýta jarðvarma til upphitunar. Taka þarf með í reikninginn að orkuverin geta lent í vanda eins og raungerðist á Reykjanesinu. Jarðhræringar tóku lagnir í sundur og reynt er að verja orkuverið með varnargörðum fyrir mögulegu eldgosi sem ógnað getur starfseminni. Með lítilli fyrirhöfn þarf að vera hægt að koma í veg fyrir að lagnir húsnæða frostspringi enda veldur slíkt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum. Tækjarými framtíðarinnar í mannvirkjum ættu því að vera þannig útbúin að hægt verði að tengja við þau rafmagns- eða gashitakúta, olíu eða sambærilegu með lítilli fyrirhöfn. Allar lagnir ættu að vera á lokuðum kerfum með frostlegi vegna þess að þegar hitastig utandyra fer niður fyrir frostmark mun það ná til lagnakerfa á skömmum tíma. Vatnið hefur þann eiginleika að þegar það byrjar að frjósa þenst það út og lagnir og ofnar verða fyrir frostskemmdum. Tækjarými framtíðarinnar þurfa að taka mið af þessu og þurfa að vera þannig útbúin að hægt verði með lítilli fyrirhöfn að breyta um orkugjafa ef orkuverin lenda í vanda eins og fyrr segir. Slíkt kallar á breytta hitamenningu okkar sem starfa við pípulagnir ásamt hönnuðum lagnakerfa og vissulega aðkomu stjórnvalda við endurskoðun regluverks. Árið 2003 gaf Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins út RB blað um vatnsveitu-, hitaveitu- og fráveitulagnir í dreifbýli sem vert væri að endurskoða í ljósi stöðunnar en taka mætti mið af þeim upplýsingum sem þar koma fram til að koma í veg fyrir vatnstjón. Félag pípulagningameistara hefur einnig unnið einfaldar leiðbeiningar fyrir neytendur um hvernig hægt er að koma í veg fyrir vatnstjón sem finna má á heimasíðu félagsins. Félag pípulagningameistara er tilbúið að leggja sitt af mörkum við endurskoðun á þessu verklagi enda kallar ný sviðsmynd á nýja nálgun. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Við búum hér á landi við þau miklu forréttindi að geta notast við jarðvarma við upphitun húsa. Ákvörðun um að ráðast í þetta mikla verkefni var á sínum tíma aðdáunarverð og gjörbreytti lífsgæðum almennings. Með tímanum höfum við þó orðið góðu vön og þykir stöðugur aðgangur að jarðvarma þar sem hann er til staðar orðinn sjálfsagður. Yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesinu og sviðsmyndir sem ógnað hafa rekstri orkuversins á Svartsengi hafa þó vakið fjölmarga pípulagningameistara til umhugsunar um hvernig við hönnum lagnakerfi, enda sér Svartsengi yfir 12.000 heimilum og atvinnurekendum á Reykjanesinu fyrir húshitun. Sviðsmyndin er snýr að hitun húsa hefur tekið á sig aðra mynd og kallar á endurhugsun á því hvernig við hönnum og setjum upp lagnakerfa í mannvirkjum sem nýta jarðvarma til upphitunar. Taka þarf með í reikninginn að orkuverin geta lent í vanda eins og raungerðist á Reykjanesinu. Jarðhræringar tóku lagnir í sundur og reynt er að verja orkuverið með varnargörðum fyrir mögulegu eldgosi sem ógnað getur starfseminni. Með lítilli fyrirhöfn þarf að vera hægt að koma í veg fyrir að lagnir húsnæða frostspringi enda veldur slíkt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum. Tækjarými framtíðarinnar í mannvirkjum ættu því að vera þannig útbúin að hægt verði að tengja við þau rafmagns- eða gashitakúta, olíu eða sambærilegu með lítilli fyrirhöfn. Allar lagnir ættu að vera á lokuðum kerfum með frostlegi vegna þess að þegar hitastig utandyra fer niður fyrir frostmark mun það ná til lagnakerfa á skömmum tíma. Vatnið hefur þann eiginleika að þegar það byrjar að frjósa þenst það út og lagnir og ofnar verða fyrir frostskemmdum. Tækjarými framtíðarinnar þurfa að taka mið af þessu og þurfa að vera þannig útbúin að hægt verði með lítilli fyrirhöfn að breyta um orkugjafa ef orkuverin lenda í vanda eins og fyrr segir. Slíkt kallar á breytta hitamenningu okkar sem starfa við pípulagnir ásamt hönnuðum lagnakerfa og vissulega aðkomu stjórnvalda við endurskoðun regluverks. Árið 2003 gaf Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins út RB blað um vatnsveitu-, hitaveitu- og fráveitulagnir í dreifbýli sem vert væri að endurskoða í ljósi stöðunnar en taka mætti mið af þeim upplýsingum sem þar koma fram til að koma í veg fyrir vatnstjón. Félag pípulagningameistara hefur einnig unnið einfaldar leiðbeiningar fyrir neytendur um hvernig hægt er að koma í veg fyrir vatnstjón sem finna má á heimasíðu félagsins. Félag pípulagningameistara er tilbúið að leggja sitt af mörkum við endurskoðun á þessu verklagi enda kallar ný sviðsmynd á nýja nálgun. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun