Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Árni Sæberg skrifar 12. janúar 2024 16:13 Maðurinn var búsettur á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni. Vísir/Tryggvi Páll Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að í framhaldi af handtökunum hafi verið framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagt hald á farsíma og peninga. Tveimur mannanna hafi svo verið sleppt úr haldi. Aðgerðir lögreglu hafi staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra, er um fyrsta staðfesta tilvik þess að maður búsettur á Íslandi tengist líka ISIS. Árið 2016 var þó greint frá því að Íslending væri að finna í skjölum sem innihéldu upplýsingar um ISIS-liða. Þá sagði Ríkislögreglustjóri að embættið byggi ekki yfir neinum upplýsingum um að Íslendingur tengdist samtökunum. Mikilvægt hafi þótt að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og því hafi starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna verið á vettvangi. Flugvél með fjölskylduna innanborðs hafi lent í Grikklandi síðdegis en fjölskyldan hafi komið hingað til lands í september og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en verið synjað á þeim forsendum að þau eru með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Aðgerð lögreglu hafi tekist vel og sé nú lokið en rannsókn málsins enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu. Samtökin ISIS brutust fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar þau náðu völdum á landsvæði sem tilheyrir Sýrlandi og Írak. Samtökin lýstu yfir stofnun Kalífadæmis á svæðinu sem kallaðist einfaldlega Íslamska ríkið. Síðan þá hefur máttur samtakanna dalað mikið og foryngjar þeirra verið drepnir í röðum. Samtökin eru þó enn virk og lýstu til að mynda yfir ábyrgð á hryðjuverkunum sem framin voru í Bagdad á dögunum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að í framhaldi af handtökunum hafi verið framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagt hald á farsíma og peninga. Tveimur mannanna hafi svo verið sleppt úr haldi. Aðgerðir lögreglu hafi staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra, er um fyrsta staðfesta tilvik þess að maður búsettur á Íslandi tengist líka ISIS. Árið 2016 var þó greint frá því að Íslending væri að finna í skjölum sem innihéldu upplýsingar um ISIS-liða. Þá sagði Ríkislögreglustjóri að embættið byggi ekki yfir neinum upplýsingum um að Íslendingur tengdist samtökunum. Mikilvægt hafi þótt að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og því hafi starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna verið á vettvangi. Flugvél með fjölskylduna innanborðs hafi lent í Grikklandi síðdegis en fjölskyldan hafi komið hingað til lands í september og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en verið synjað á þeim forsendum að þau eru með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Aðgerð lögreglu hafi tekist vel og sé nú lokið en rannsókn málsins enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu. Samtökin ISIS brutust fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar þau náðu völdum á landsvæði sem tilheyrir Sýrlandi og Írak. Samtökin lýstu yfir stofnun Kalífadæmis á svæðinu sem kallaðist einfaldlega Íslamska ríkið. Síðan þá hefur máttur samtakanna dalað mikið og foryngjar þeirra verið drepnir í röðum. Samtökin eru þó enn virk og lýstu til að mynda yfir ábyrgð á hryðjuverkunum sem framin voru í Bagdad á dögunum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira