Fékk að gista í fangaklefa eftir að hafa ógnað húsráðanda með hnífi Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2024 07:51 Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði ógnað öðrum með hnífi. Vísir/Vilhelm Í gærkvöldi var tilkynnt um hávaða í fjölbýli í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði tilkynnti gestur í íbúð í húsinu að maður hefði ráðist á húsráðanda og ógnað með hnífi. Maðurinn var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni til vandræða í verslunarkjarna. Þar hafi lögregla haft uppi á fimmtán ára unglingum að drekka landa. Einn þeirra hafi neitað að gefa upp persónuupplýsingar þegar lögregla krafði hann um þær og verið fluttur á lögreglustöð. Þegar þangað var komið hafi hann gefið réttar upplýsingar upp og honum hafi verið ekið heim. Þá hafi tveimur skemmtistöðum í miðbænum verið lokað í nótt þar sem engir eða fáir dyraverðir hafi verið við störf. Hlupu niður þjóf og stútur reyndi að fela bíllykil Í dagbókinni segir frá því að í umdæmi lögreglutöðvar 2, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði, hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot. Innbrotsþjófur hafi tekið á rás þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og eftirför hafist. Þjófurinn hafi að lokum hrasað og fallið í jörðina þar sem hann streyttist á móti handtöku. Samstarfsmaður hans hafi reynt að fela sig á vettvangi innbrotsins en á endanum verið handtekinn sömuleiðis. Þeir fengu báðir að gista í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn við hefðbundið umferðareftirlit þar sem hann reyndist ölvaður undir stýri. „Ökumaðurinn þóttist þá ekki vita hvar kveikjuláslykill bifreiðarinnar væri eftir handtöku. Hann fannst að lokum þar sem ökumaðurinn hafði falið hann innanklæða. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuréttindi,“ segir í dagbókinni. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni til vandræða í verslunarkjarna. Þar hafi lögregla haft uppi á fimmtán ára unglingum að drekka landa. Einn þeirra hafi neitað að gefa upp persónuupplýsingar þegar lögregla krafði hann um þær og verið fluttur á lögreglustöð. Þegar þangað var komið hafi hann gefið réttar upplýsingar upp og honum hafi verið ekið heim. Þá hafi tveimur skemmtistöðum í miðbænum verið lokað í nótt þar sem engir eða fáir dyraverðir hafi verið við störf. Hlupu niður þjóf og stútur reyndi að fela bíllykil Í dagbókinni segir frá því að í umdæmi lögreglutöðvar 2, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði, hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot. Innbrotsþjófur hafi tekið á rás þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og eftirför hafist. Þjófurinn hafi að lokum hrasað og fallið í jörðina þar sem hann streyttist á móti handtöku. Samstarfsmaður hans hafi reynt að fela sig á vettvangi innbrotsins en á endanum verið handtekinn sömuleiðis. Þeir fengu báðir að gista í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn við hefðbundið umferðareftirlit þar sem hann reyndist ölvaður undir stýri. „Ökumaðurinn þóttist þá ekki vita hvar kveikjuláslykill bifreiðarinnar væri eftir handtöku. Hann fannst að lokum þar sem ökumaðurinn hafði falið hann innanklæða. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuréttindi,“ segir í dagbókinni.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira