Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. janúar 2024 10:16 Hanna Kling og Léon Mizera voru einna fyrst á gosstöðvarnar. Stöð 2 Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. Hanna er að læra viðskiptafræði og Léon tölvunarfræði og eru nýflutt til Reykjavíkur í mánuðinum. „Það er svo fallegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Við fengum upplýsingar frá lögreglubíl hérna. Það var búið að koma honum fyrir til að koma í veg fyrir að fólk hætti sér of nálægt og okkur var sagt að koma hingað,“ segir Léon. „Við vitum að við erum örugg“ Aðspurð hvort það kæmi honum á óvart að lögreglumaður skyldi benda þeim á útsýnisstað í stað þess að bola þeim í burt svaraði Léon neitandi. „Eitthvað en ekki algjörlega. Þeir vita að við erum einhvers staðar þar sem er öruggt og við vitum að við erum einhvers staðar þar sem er öruggt,“ segir Léon. „Það kemur alveg heim og saman að segja túristunum hvert þeir eiga að fara,“ bætir hann við. Höfðu beðið eftir gosinu Þau sögðust ekki vita mikið um yfirvofandi eldgosahættuna og skjálftana þar sem þau væru nýkomin. Þau sögðust ætla að vera um kyrrt næstu mínúturnar og fylgjast með náttúruöflin minna á sig og síðan halda í dagsferðina sem þau höfðu skipulagt. Þeim höfðu borist fréttir og myndir af eldgosinu 18. desember síðastliðinn og Léon segist hafa orðið vonsvikinn að gosið hefði áður en hann kæmi til landsins. Hanna svaraði í sömu mynt. „Ég beið lengi eftir gosi á Reykjanesi en svo gaus áður en ég kom. Þannig að ég var svolítið leiður og vonaðist eftir öðru gosi. Það að það hafi gerst svona snemma er magnað,“ segir Léon. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Hanna er að læra viðskiptafræði og Léon tölvunarfræði og eru nýflutt til Reykjavíkur í mánuðinum. „Það er svo fallegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Við fengum upplýsingar frá lögreglubíl hérna. Það var búið að koma honum fyrir til að koma í veg fyrir að fólk hætti sér of nálægt og okkur var sagt að koma hingað,“ segir Léon. „Við vitum að við erum örugg“ Aðspurð hvort það kæmi honum á óvart að lögreglumaður skyldi benda þeim á útsýnisstað í stað þess að bola þeim í burt svaraði Léon neitandi. „Eitthvað en ekki algjörlega. Þeir vita að við erum einhvers staðar þar sem er öruggt og við vitum að við erum einhvers staðar þar sem er öruggt,“ segir Léon. „Það kemur alveg heim og saman að segja túristunum hvert þeir eiga að fara,“ bætir hann við. Höfðu beðið eftir gosinu Þau sögðust ekki vita mikið um yfirvofandi eldgosahættuna og skjálftana þar sem þau væru nýkomin. Þau sögðust ætla að vera um kyrrt næstu mínúturnar og fylgjast með náttúruöflin minna á sig og síðan halda í dagsferðina sem þau höfðu skipulagt. Þeim höfðu borist fréttir og myndir af eldgosinu 18. desember síðastliðinn og Léon segist hafa orðið vonsvikinn að gosið hefði áður en hann kæmi til landsins. Hanna svaraði í sömu mynt. „Ég beið lengi eftir gosi á Reykjanesi en svo gaus áður en ég kom. Þannig að ég var svolítið leiður og vonaðist eftir öðru gosi. Það að það hafi gerst svona snemma er magnað,“ segir Léon.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira