„Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn" Snorri Már Vagnsson skrifar 14. janúar 2024 14:11 Ásmundur Viggóson, eða PANDAZ, spilar fyrir NOCCO Dusty Ásmundur Viggóson, betur þekktur sem Pandaz, spilar fyrir NOCCO Dusty í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike. Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira