„Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn" Snorri Már Vagnsson skrifar 14. janúar 2024 14:11 Ásmundur Viggóson, eða PANDAZ, spilar fyrir NOCCO Dusty Ásmundur Viggóson, betur þekktur sem Pandaz, spilar fyrir NOCCO Dusty í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike. Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira