„Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn" Snorri Már Vagnsson skrifar 14. janúar 2024 14:11 Ásmundur Viggóson, eða PANDAZ, spilar fyrir NOCCO Dusty Ásmundur Viggóson, betur þekktur sem Pandaz, spilar fyrir NOCCO Dusty í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike. Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira