Þetta segir tilkynningu Marel til Kauphallarinnar. Þar segir að Linda muni verða stjórnendum innan handar til að tryggja örugga samfellu í yfirfærslu verkefna innan félagsins.
Linda hafi starfað hjá Marel frá árinu 2009, fyrst sem yfirmaður fjárstýringar og fjárfestatengsla þar til hún tók við starfi fjármálastjóra árið 2014 og hafi verið í núverandi starfi frá árinu 2022.
„Ég vil þakka Lindu Jónsdóttur kærlega fyrir hennar mikilvæga framlag á fimmtán ára ferli sínum hjá Marel. Linda hefur verið lykilmanneskja í framkvæmdastjórn félagsins og átt mikilvægan þátt í vexti og framþróun félagsins undanfarin ár. Við hjá Marel óskum henni alls hins besta og farsældar í hennar framtíðarverkefnum,“ er haft eftir Árna Sigurðssyni, forstjóra Marel.