Í fyrri leik kvöldsins etja kappi lið Atlantic og Breiðabliks. Atlantic mætti ekki til leiks í síðustu umferð og fékk skráð á sig tap gegn Þór. Blikar eru í áttunda sæti en geta blandað sér í miðjuslaginn á ný með sigri í kvöld.
Í seinni viðureign kvöldsins mætast ÍBV og Young Prodigies. ÍBV sitja enn í neðsta sæti deildarinnar og leita að sínum fyrsta sigri en Young Prodigies, sem hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum, eru í fimmta sæti.
Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu kl. 19:30 á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.