Púuðu á ungar dætur leikstjórnandans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 09:30 Matthew og Kelly Stafford með fjórum dætrum sínum eftir leikinn. @kbstafford89 Eiginkona leikstjórnanda Los Angeles Rams í NFL-deildinni sagði frá leiðinlegri upplifun sinni á leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar um helgina. Leikstjórnandinn Matthew Stafford var á sínum tíma aðalmaðurinn hjá Detroit Lions en um helgina snéri hann aftur til Detroit með liði sínu Los Angeles Rams. Stafford var á sínum tíma skipt frá Detrot til Los Angeles og vann titilinn strax á fyrsta ári með Rams. Rams liðið tapaði aftur á móti leiknum um helgina og Detroit Lions vann þar með sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 1992. Matthew Stafford s wife, Kelly, says Lions fans booed their children https://t.co/Kwy1LwwU54— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2024 Meðal áhorfenda var eiginkona Stafford og fjórar dætur þeirra. Leikmenn þekkja það vel að það sú púað á þá á leikjum og þeir ættu því að vera með nógu breitt bak til þola það en öðru máli gildir um fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega ung börn leikmanna. Kelly Strafford, eiginkona Matthew, sagði frá því sem hún og dætur þeirra upplifðu um helgina. Dætur þeirra eru sex ára tvíburasystur Sawyer og Chandler, hin fimm ára gamla Hunter og hin þriggja ára gamla Tyler. Allar voru þær í sérhönnuðum jökkum með áletruninni „Fæddar í Detriot en aldar upp í Los Angeles“ þannig að það fór ekkert á milli mála hverjar þær voru. Því miður nýttu stuðningsmenn Detroit Lions sér það til að púa á þessi ungu börn leikstjórnandans. Það gerðist þegar Kelly og dæturnar hlupu inn á völlinn eftir leikinn til að hitta föður sinn. „Þetta eru íþróttir. Þeir vilja að þeirra borg vinni. Allt er í góðu nema þegar þau púuðu á börnin mín,“ skrifaði Kelly á Instagram. „Því meira sem þú elskar því meira hatar þú,“ skrifaði Kelly. „Núna þegar við erum úr leik þá vona ég að Ljónin komi með Lombardi bikarinn til borgarinnar af því að það er ekki til betri tilfinning. Farið og náið honum,“ skrifaði Kelly. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Leikstjórnandinn Matthew Stafford var á sínum tíma aðalmaðurinn hjá Detroit Lions en um helgina snéri hann aftur til Detroit með liði sínu Los Angeles Rams. Stafford var á sínum tíma skipt frá Detrot til Los Angeles og vann titilinn strax á fyrsta ári með Rams. Rams liðið tapaði aftur á móti leiknum um helgina og Detroit Lions vann þar með sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 1992. Matthew Stafford s wife, Kelly, says Lions fans booed their children https://t.co/Kwy1LwwU54— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2024 Meðal áhorfenda var eiginkona Stafford og fjórar dætur þeirra. Leikmenn þekkja það vel að það sú púað á þá á leikjum og þeir ættu því að vera með nógu breitt bak til þola það en öðru máli gildir um fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega ung börn leikmanna. Kelly Strafford, eiginkona Matthew, sagði frá því sem hún og dætur þeirra upplifðu um helgina. Dætur þeirra eru sex ára tvíburasystur Sawyer og Chandler, hin fimm ára gamla Hunter og hin þriggja ára gamla Tyler. Allar voru þær í sérhönnuðum jökkum með áletruninni „Fæddar í Detriot en aldar upp í Los Angeles“ þannig að það fór ekkert á milli mála hverjar þær voru. Því miður nýttu stuðningsmenn Detroit Lions sér það til að púa á þessi ungu börn leikstjórnandans. Það gerðist þegar Kelly og dæturnar hlupu inn á völlinn eftir leikinn til að hitta föður sinn. „Þetta eru íþróttir. Þeir vilja að þeirra borg vinni. Allt er í góðu nema þegar þau púuðu á börnin mín,“ skrifaði Kelly á Instagram. „Því meira sem þú elskar því meira hatar þú,“ skrifaði Kelly. „Núna þegar við erum úr leik þá vona ég að Ljónin komi með Lombardi bikarinn til borgarinnar af því að það er ekki til betri tilfinning. Farið og náið honum,“ skrifaði Kelly.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira