Myrti tvífara sinn til að flýja þrúgandi fjölskyldu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 08:36 25 ára gamall karlmaður frá Kósovó er talinn hafa stungið 23 ára gamla alsírska konu til bana til að hjálpa annarri, 24 ára gamalli þýsk-írakskri, að flýja undan oki fjölskyldu sinnar. Getty/Cornelia Hammer Réttarhöld yfir 24 ára gamalli þýsk-írakskri konu og 25 ára gömlum manni frá Kósovó hófust í Þýskalandi í gær. Parið er ákært fyrir hafa myrt 23 ára gamla konu í ágúst 2022. Hin ákærða kona er sögð hafa viljað sviðsetja dauða sinn í von um að flýja þrúgandi fjölskylduaðstæður. Málið má rekja aftur til 16. ágúst 2022 þegar tilkynnt var um hvarf þýsk-írakskrar konu, sem starfaði þá sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt og í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem stungið hafði verið ítrekað. Lögregla taldi víst að hin þýsk-írakska væri þar fundin og töldu foreldrar konunnar um lík dóttur sinnar að ræða. Annað kom þó í ljós þegar niðurstöður DNA-rannsóknar bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þarna væri í raun lík 23 ára gamallar alsírskrar konu sem var sláandi lík hinni. Vildi flýja kúgandi eiginmann Eftir umsvifamiklar aðgerðir tókst lögreglu að rekja ferðir þeirrar þýsk-íröksku til 23 ára karlmanns frá Kósovó. Þar fannst hún á lífi og voru bæði hún og maðurinn handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Samkvæmt umfjöllun Deutsche Welle um málið vildi hin þýsk-írakska ólm sleppa undan kúgun eiginmanns síns, fjölskyldu hans og samfélags þeirra en bæði eru Jasídar. Hún er sögð hafa gert tilraun til þess sem mistókst og því farið að leita annarra leiða. Bauð ókeypis fegrunarmeðferð Fyrst hafi konan reynt að ráða leigumorðingja til að bana mági sínum, sem var harðastur á því að ungu hjónin myndu ekki skilja. Þegar það hafi ekki gengið eftir hafi hún farið að leita að tvífara sínum á samfélagsmiðlum í þeirri von að geta sviðsett dauða sinn. Hún notaði samfélagsmiðla sína til að bjóða heppnum konum ókeypis fegrunarmeðferðir, en konan starfaði sem áhrifavaldur og snyrtifræðingur. Sú alsírska féll fyrir blekkingarleiknum og bauðst sú þýsk-írakska til að sækja hana fyrir meðferðina. Á leiðinni til Ingolstadt er hún sögð hafa keyrt inn í þéttvaxið skóglendi þar sem maðurinn frá Kósovó beið þeirra og myrti alsírsku konuna í köldu blóði. Samkvæmt málflutningi saksóknara keyrði unga parið svo með lík alsírsku konunnar í bílnum til Ingolstadt, þar sem þau komu bílnum fyrir á góðum stað þar sem hann myndi örugglega finnast. Áætlað er að aðalmeðferð í málinu muni vara fram í maí og muni taka alls 28 daga. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Málið má rekja aftur til 16. ágúst 2022 þegar tilkynnt var um hvarf þýsk-írakskrar konu, sem starfaði þá sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt og í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem stungið hafði verið ítrekað. Lögregla taldi víst að hin þýsk-írakska væri þar fundin og töldu foreldrar konunnar um lík dóttur sinnar að ræða. Annað kom þó í ljós þegar niðurstöður DNA-rannsóknar bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þarna væri í raun lík 23 ára gamallar alsírskrar konu sem var sláandi lík hinni. Vildi flýja kúgandi eiginmann Eftir umsvifamiklar aðgerðir tókst lögreglu að rekja ferðir þeirrar þýsk-íröksku til 23 ára karlmanns frá Kósovó. Þar fannst hún á lífi og voru bæði hún og maðurinn handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Samkvæmt umfjöllun Deutsche Welle um málið vildi hin þýsk-írakska ólm sleppa undan kúgun eiginmanns síns, fjölskyldu hans og samfélags þeirra en bæði eru Jasídar. Hún er sögð hafa gert tilraun til þess sem mistókst og því farið að leita annarra leiða. Bauð ókeypis fegrunarmeðferð Fyrst hafi konan reynt að ráða leigumorðingja til að bana mági sínum, sem var harðastur á því að ungu hjónin myndu ekki skilja. Þegar það hafi ekki gengið eftir hafi hún farið að leita að tvífara sínum á samfélagsmiðlum í þeirri von að geta sviðsett dauða sinn. Hún notaði samfélagsmiðla sína til að bjóða heppnum konum ókeypis fegrunarmeðferðir, en konan starfaði sem áhrifavaldur og snyrtifræðingur. Sú alsírska féll fyrir blekkingarleiknum og bauðst sú þýsk-írakska til að sækja hana fyrir meðferðina. Á leiðinni til Ingolstadt er hún sögð hafa keyrt inn í þéttvaxið skóglendi þar sem maðurinn frá Kósovó beið þeirra og myrti alsírsku konuna í köldu blóði. Samkvæmt málflutningi saksóknara keyrði unga parið svo með lík alsírsku konunnar í bílnum til Ingolstadt, þar sem þau komu bílnum fyrir á góðum stað þar sem hann myndi örugglega finnast. Áætlað er að aðalmeðferð í málinu muni vara fram í maí og muni taka alls 28 daga.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07