Vill þjálla nafn á hreppinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2024 13:40 Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að kjósa um hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins, og hvert nýtt nafn ætti að vera. Sveitarstjóri telur að nýrra nafn verði að vera þjálla. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar frá 10. janúar síðastliðnum. Þar kemur fram að Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri telji mikilvægt að breyta nafni sveitarfélagsins, og að nýtt nafn beri sterkari tengingu til staðsetningar sveitarfélagsins á Íslandi, sé þjálla í notkun og gegni mikilvægu hlutverki í því að skapa ímynd sveitarfélagsins til framtíðar. „Að því gefnu leggur sveitarstjóri til að kosið verði um hvort halda eigi núverandi nafni Skeiða- og Gnúpverjahreppur eða hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins. Kosið verði samhliða forsetakosningum 1. júní 2024,“ segir í fundargerðinni. Þar segir að sveitarstjórn telji mikilvægt að góð umfræða fari fram um mögulega nafnabreytingu, og forsendur hennar. Sveitarstjóra var því falið að boða til íbúafundar í mars, þar sem málið yrði kynnt og rætt. Samþykkt var með fjórum atkvæðum af fimm að kosið yrði um mögulega nafnabreytingu, og hvert nýtt nafn ætti þá að vera. Kosningar færu fram samhliða forsetakosningum 1. júní 2024. Gunnar Örn Marteinsson sveitarstjórnarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu tillögunnar. „Ég sé ekki ástæðu til að breyta um nafn á sveitarfélaginu, verði farið í þá vegferð tel ég að óska eigi eftir hugmyndum að nafni og síðan verði valdar tvær eða þrjár hugmyndir og kosið um þær,“ segir í bókun sem Gunnar lagði fram við þetta tilefni. Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust undir nafninu Skeiða- og Gnúpverjahreppur vorið 2002. Kosið var um nýtt nafn á hreppinn árið 2016 og hlaut þá nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur 53,11 prósent greiddra atkvæða. Þjórsárhreppur hlaut næstflest atkvæða, og Þjórsársveit þriðju flest. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar frá 10. janúar síðastliðnum. Þar kemur fram að Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri telji mikilvægt að breyta nafni sveitarfélagsins, og að nýtt nafn beri sterkari tengingu til staðsetningar sveitarfélagsins á Íslandi, sé þjálla í notkun og gegni mikilvægu hlutverki í því að skapa ímynd sveitarfélagsins til framtíðar. „Að því gefnu leggur sveitarstjóri til að kosið verði um hvort halda eigi núverandi nafni Skeiða- og Gnúpverjahreppur eða hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins. Kosið verði samhliða forsetakosningum 1. júní 2024,“ segir í fundargerðinni. Þar segir að sveitarstjórn telji mikilvægt að góð umfræða fari fram um mögulega nafnabreytingu, og forsendur hennar. Sveitarstjóra var því falið að boða til íbúafundar í mars, þar sem málið yrði kynnt og rætt. Samþykkt var með fjórum atkvæðum af fimm að kosið yrði um mögulega nafnabreytingu, og hvert nýtt nafn ætti þá að vera. Kosningar færu fram samhliða forsetakosningum 1. júní 2024. Gunnar Örn Marteinsson sveitarstjórnarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu tillögunnar. „Ég sé ekki ástæðu til að breyta um nafn á sveitarfélaginu, verði farið í þá vegferð tel ég að óska eigi eftir hugmyndum að nafni og síðan verði valdar tvær eða þrjár hugmyndir og kosið um þær,“ segir í bókun sem Gunnar lagði fram við þetta tilefni. Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust undir nafninu Skeiða- og Gnúpverjahreppur vorið 2002. Kosið var um nýtt nafn á hreppinn árið 2016 og hlaut þá nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur 53,11 prósent greiddra atkvæða. Þjórsárhreppur hlaut næstflest atkvæða, og Þjórsársveit þriðju flest.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira