Bjartari framtíð fyrir Grindvíkinga Ástþór Magnússon skrifar 17. janúar 2024 15:01 Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar