Körfubolti

Ó­vænt and­lát aðstoðarþjálfara Warriors

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dejan Milojevic lést aðeins 46 ára að aldri.
Dejan Milojevic lést aðeins 46 ára að aldri.

Serbinn Dejan Milojević, fyrrum atvinnumaður í körfubolta og aðstoðarþjálfari Golden State Warriors, lést af völdum hjartaáfalls í kvöldverð fyrir leik gegn Utah Jazz. 

Dejan Milojević var kraftframherji upp á 2.01 metra, hann hóf ferilinn í heimalandi sínu árið 1994 og lék með Beovuk, FMP, Buducnost og Partizan. Auk þess spilaði hann fyrir Valencia á Spáni og Galatasaray í Tyrklandi. Hann var hluti af gríðarsterku liði Serbíu sem vann gullverðlaun á Evrópumótinu 2001. 

Eftir að ferlinum lauk sneri hann sér að þjálfun fyrir félagið Mega Basket. Þar þjálfaði hann meðal annars Nikola Jokic, verðmætasta leikmanns NBA úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Warriors síðan 2021. 

Leik Golden State Warriors og Utah Jazz, sem átti að hefjast klukkan tvö í nótt, hefur verið frestað um ókominn tíma. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×