Mbappé varar fótboltann við því að elta NBA deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 09:31 Kylian Mbappé er mikill áhugamaður um NBA-deildina og hefur mætt á leiki þegar hann hefur fengið frí frá fótboltanum. Getty/Arturo Holmes Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé segir að evrópskur fótbolti sé að nálgast álagið í NBA deildinni í körfubolta með því að vera sífellt að bæta við leikjum. Leikjaálagið á bestu fótboltamenn heims hefur aukist gríðarlega undanfarinn áratug og bæði UEFA og FIFA virðast leita allra leiða til að fjölga leikjum til að græða meiri pening. Í viðtali við breska blaðið GQ þá sagði franski framherjinn að þessi þróun gæti búið til gjá á milli leikmanna, liða og stuðningsmannanna sem mæta á leikina. „Við nálgumst óðum NBA módelið með tímabil með sjötíu leikjum. Ég persónulega hef ekkert á móti því að spila marga leiki en fyrir vikið munum við ekki geta sýnt eins góða frammistöðu í hvert skiptið eða gefið áhorfendum þá sýningu sem þeir eru komnir til að sjá,“ sagði Mbappé. „Í NBA-deildinni spila leikmennirnir ekki alla leiki og félögin eru að passa upp á álagið á þeim. Ef ég myndi segja einhvern tímann: Ég er þreyttur og ætla ekki að spila á laugardaginn, þá yrði því ekki vel tekið,“ sagði Mbappé. „Áhorfandinn borgar fyrir miðana og sumir sjá þig kannski bara spila einu sinni á tímabilinu. Þeir vilja sjá frammistöðu sem stendur undir nafni og það er skiljanlegt,“ sagði Mbappé. „Ég vil ekki predika en við þurfum að hugsa um þetta í sameiningu og finna hvað sé besta mögulega lausnin fyrir alla. Besta lausnin fyrir leikmenn, áhorfendur, liðin og ráðamenn fótboltans. Eitthvað sem allir geta sætt sig við,“ sagði Mbappé. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) NBA UEFA FIFA Franski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Leikjaálagið á bestu fótboltamenn heims hefur aukist gríðarlega undanfarinn áratug og bæði UEFA og FIFA virðast leita allra leiða til að fjölga leikjum til að græða meiri pening. Í viðtali við breska blaðið GQ þá sagði franski framherjinn að þessi þróun gæti búið til gjá á milli leikmanna, liða og stuðningsmannanna sem mæta á leikina. „Við nálgumst óðum NBA módelið með tímabil með sjötíu leikjum. Ég persónulega hef ekkert á móti því að spila marga leiki en fyrir vikið munum við ekki geta sýnt eins góða frammistöðu í hvert skiptið eða gefið áhorfendum þá sýningu sem þeir eru komnir til að sjá,“ sagði Mbappé. „Í NBA-deildinni spila leikmennirnir ekki alla leiki og félögin eru að passa upp á álagið á þeim. Ef ég myndi segja einhvern tímann: Ég er þreyttur og ætla ekki að spila á laugardaginn, þá yrði því ekki vel tekið,“ sagði Mbappé. „Áhorfandinn borgar fyrir miðana og sumir sjá þig kannski bara spila einu sinni á tímabilinu. Þeir vilja sjá frammistöðu sem stendur undir nafni og það er skiljanlegt,“ sagði Mbappé. „Ég vil ekki predika en við þurfum að hugsa um þetta í sameiningu og finna hvað sé besta mögulega lausnin fyrir alla. Besta lausnin fyrir leikmenn, áhorfendur, liðin og ráðamenn fótboltans. Eitthvað sem allir geta sætt sig við,“ sagði Mbappé. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
NBA UEFA FIFA Franski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira