Besta lið Evrópu betlaði pening: Pínlegasta augnablikið á ævinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 12:30 Jamina Caroline Roberts í leik með sænska landsliðinu í bronsleik HM. Getty/ Clicks Images Kvennalið Vipers hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta undanfarin þrjú ár en norska félagið þurfti að grípa til örþrifaráða til að forðast gjaldþrot. Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski handboltinn Noregur Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski handboltinn Noregur Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira