Samsung veðjar á gervigreind í nýjum Galaxy síma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 10:28 Samsung Galaxy S24 verður að mestu knúinn áfram af gervigreind. AP Photo/Haven Daley Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta snjallsímanum sínum af gerðinni Galaxy S24. Fyrirtækið segir símann nýtast við byltingarkennda tækni sem muni breyta því hvernig fólk notar síma. Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar. Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar.
Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira