Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 13:29 Þau Sverrir Einar og Vesta Minkute tóku við rekstri Bankastræti Club af Birgittu Líf Björnsdóttur World Class erfingja síðastliðið sumar. Þau endurvöktu nafnið B5, neyddust svo til að notast við nafnið B en hafa nú tekið slaginn á ný með nafninu B5. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum. Þetta upplýsir Sverrir Einar í færslu á Facebook. Sverrir og Vesta Mikute unnusta hans keyptu skemmtistaðinn við Bankastræti 5 í Reykjavík í júní í fyrra með það að markmiði að endurvekja gömlu stemmninguna á B5 frá því hann var, að þeirra sögn, besti næturklúbbur borgarinnar. Babb kom í bátinn í lok sumars þegar í ljós kom að staðurinn mætti ekki heita B5. Samkvæmt Hugverkastofu var vörumerkið B5 skráð í eigu KG ehf. og verið notað í heimildarleysi frá því staðurinn var opnaður á ný. Brá Sverrir á það ráð að breyta nafni staðarins í B. En nú hefur hringnum mögulega verið lokað með því að taka að nýju upp nafn B5 þó málið sé óleyst fyrir dómstólum. „Í gangi er dómsmál þar sem tekist er á um notkun nafnsins, en lögmaður okkar, Sveinn Andri Sveinsson, segir ekki séu forsendur til þess að meina okkur að notast við skammstöfun á heimilsfangi staðarins og það geti enginn átt einkarétt sem kemur í veg fyrir lögmæta notkun eigenda á heimilisfangi,“ segir Sverrir Einar. Hann hefur ekki setið auðum höndum undanfarið. Á dögunum var greint frá nýlegu samstarfi hans og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur varðandi fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland. Þá greindi Sverrir Einar frá því á dögunum að óprúttnir aðilar hefðu haft í hótunum við sig og reynt að kveikja í hóteli sem hann rekur við Skipholt. Sverrir Einar bauð 100 þúsund krónur í fundarlaun, hverjum þeim sem gæti veitt traustar upplýsingar varðandi brennuvargana sem sjá má með andlit sitt hulið í myndbandinu að ofan. Næturlíf Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. 19. september 2023 08:30 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta upplýsir Sverrir Einar í færslu á Facebook. Sverrir og Vesta Mikute unnusta hans keyptu skemmtistaðinn við Bankastræti 5 í Reykjavík í júní í fyrra með það að markmiði að endurvekja gömlu stemmninguna á B5 frá því hann var, að þeirra sögn, besti næturklúbbur borgarinnar. Babb kom í bátinn í lok sumars þegar í ljós kom að staðurinn mætti ekki heita B5. Samkvæmt Hugverkastofu var vörumerkið B5 skráð í eigu KG ehf. og verið notað í heimildarleysi frá því staðurinn var opnaður á ný. Brá Sverrir á það ráð að breyta nafni staðarins í B. En nú hefur hringnum mögulega verið lokað með því að taka að nýju upp nafn B5 þó málið sé óleyst fyrir dómstólum. „Í gangi er dómsmál þar sem tekist er á um notkun nafnsins, en lögmaður okkar, Sveinn Andri Sveinsson, segir ekki séu forsendur til þess að meina okkur að notast við skammstöfun á heimilsfangi staðarins og það geti enginn átt einkarétt sem kemur í veg fyrir lögmæta notkun eigenda á heimilisfangi,“ segir Sverrir Einar. Hann hefur ekki setið auðum höndum undanfarið. Á dögunum var greint frá nýlegu samstarfi hans og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur varðandi fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland. Þá greindi Sverrir Einar frá því á dögunum að óprúttnir aðilar hefðu haft í hótunum við sig og reynt að kveikja í hóteli sem hann rekur við Skipholt. Sverrir Einar bauð 100 þúsund krónur í fundarlaun, hverjum þeim sem gæti veitt traustar upplýsingar varðandi brennuvargana sem sjá má með andlit sitt hulið í myndbandinu að ofan.
Næturlíf Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. 19. september 2023 08:30 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26
Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. 19. september 2023 08:30