Mygla í Blóðbankanum hafi ekki áhrif á starfsemi bankans Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. janúar 2024 18:37 „Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ arnar halldórsson Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“
Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira