„Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 21:01 Benedikt og barnabarn hans voru í bílnum þegar dekkið pompaði ofan í holuna. Dekkið á vinnubíl Benedikts G. Jónssonar, pípulagningameistara, pompaði niður í holu þegar jörð gaf sig í Grindavík í dag. Benedikt var fljótur að aka upp úr holunni og sakaði engan í atvikinu. Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira