Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 22:43 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar mbl um kæru á hendur ónefndum palestínskum mótmælanda. María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess. Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess.
Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40