Hákon Arnar skaut Lille áfram í bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 18:45 Hákon Arnar í leik með Lille. @losclive Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins. Racing CFF leikur í D-deild frönsku deildarkeppninnar og er þar í C-riðli en D-deildin skiptist niður í fjóra riðla sem innihalda 14 lið hver. Racing CFF er í 7. sæti C-riðils og því var búist við öruggum sigri Lille í dag. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Hákon Arnar hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliði Lille í dag en þar voru nokkur þekkt nöfn: Vito Mannone - fyrrum markvörður Arsenal Samuel Umtiti – fyrrum miðvörður franska landsliðsins og Barcelona Jonathan David – gríðarlega eftirsóttur framherji sem kemur frá Kanada Það var hins vegar Hákon Arnar sem skoraði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var liðinn og reyndist það eina mark leiksins. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 67 mínútur í dag en í hans stað kom Angel Gomes, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Triple changement : Zedadka, David et Haraldsson sont remplacés par Santos, Yazici et Angel Gomes #RCFFLOSC 0-1 | 67 pic.twitter.com/8gMUt1t4oe— LOSC (@losclive) January 21, 2024 Lokatölur á Stade Walter Luzi-vellinum í Chambly 0-1 og Lille komið áfram í bikarnum. Victoire dans la douleur pour le LOSC contre le Racing Club de France grâce à Hákon Haraldsson sur coup-franc.Les Dogues sont qualifiés pour le tour suivant et connaîtront ce soir leur prochain adversaire #RCFFLOSC 0-1 | 90 — LOSC (@losclive) January 21, 2024 Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 14:34 Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21. janúar 2024 17:55 Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Racing CFF leikur í D-deild frönsku deildarkeppninnar og er þar í C-riðli en D-deildin skiptist niður í fjóra riðla sem innihalda 14 lið hver. Racing CFF er í 7. sæti C-riðils og því var búist við öruggum sigri Lille í dag. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Hákon Arnar hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliði Lille í dag en þar voru nokkur þekkt nöfn: Vito Mannone - fyrrum markvörður Arsenal Samuel Umtiti – fyrrum miðvörður franska landsliðsins og Barcelona Jonathan David – gríðarlega eftirsóttur framherji sem kemur frá Kanada Það var hins vegar Hákon Arnar sem skoraði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var liðinn og reyndist það eina mark leiksins. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 67 mínútur í dag en í hans stað kom Angel Gomes, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Triple changement : Zedadka, David et Haraldsson sont remplacés par Santos, Yazici et Angel Gomes #RCFFLOSC 0-1 | 67 pic.twitter.com/8gMUt1t4oe— LOSC (@losclive) January 21, 2024 Lokatölur á Stade Walter Luzi-vellinum í Chambly 0-1 og Lille komið áfram í bikarnum. Victoire dans la douleur pour le LOSC contre le Racing Club de France grâce à Hákon Haraldsson sur coup-franc.Les Dogues sont qualifiés pour le tour suivant et connaîtront ce soir leur prochain adversaire #RCFFLOSC 0-1 | 90 — LOSC (@losclive) January 21, 2024
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 14:34 Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21. janúar 2024 17:55 Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 14:34
Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21. janúar 2024 17:55
Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23