Heimamenn í Salernitana komust yfir snemma leiks en gestirnir í Genoa jöfnuðu metin ekki löngu síðar og staðan 1-1 í hálfleik.
Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fékk Genoa vítaspyrnu. Albert fór á punktinn og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins. Þetta var 9. deildarmark hans í aðeins 19 leikjum á leiktíðinni. Þá hefur hann gefið tvær stoðsendingar.
#SalernitanaGenoa pic.twitter.com/0dDV58Wuqf
— Lega Serie A (@SerieA) January 21, 2024
Lokatölur 1-2 og nýliðar Genoa komnir upp í 11. sæti með 25 stig, átta frá fallsæti.