Höfðingjar, hrafnar, ljón og gullgrafarar einum sigri frá stóra leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 08:46 Patrick Mahomes fagnar sigri Kansas City Chiefs í Buffalo í nótt. Getty/Timothy T Ludwig Eftir leiki helgarinnar eru aðeins þrír leikir eftir af NFL-tímabilinu og ljóst hvaða fjögur lið keppa um eftirsóttu sætin í leiknum um Ofurskálina í ár. Þeir sem vildu vita hvort Kansas City Chiefs liðið gæti unnið á útivelli í úrslitakeppninni fengu svar við því í nótt. Höfðingjarnir hans Patrick Mahomes komust þá áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti Baltimore Ravens. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinna mætast síðan San Francisco 49ers og Detroit Lions. Þetta var fyrsti útileikur Chiefs í úrslitakeppni síðan Mahomes tók við sem leikstjórnandi en hann og félagar náðu enn á ný að vinna nauman sigur á Buffalo Bills, 27-24, í miklum spennuleik. Chiefs hefur þar með slegið út Bills liðið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og er ennfremur komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar sjötta árið í röð. Chiefs liðið er ríkjandi NFL-meistari en lið hefur ekki varið titilinn síðan New England Patriots gerði það 2003 og 2004. Bills fékk tækifæri undir lokin til að koma leiknum í framlengingu en vallarmarkstilraun Tyler Bass af 44 jarda færi fór framhjá. Samvinna Mahomes og Travis Kelce var einn á ný til mikillar fyrirmyndar en Kelce skoraði tvö snertimörk í leiknum. Með því slógu þeir félagar Mahomes og Kelce met Tom Brady og Rob Gronkowski yfir flestar snertimarkssendingar í sögu úrslitakeppninnar milli leikstjórnanda og liðsfélaga. Þessar voru númer 15 og 16. Detriot Lions liðið hélt áfram ævintýri sínu en fyrir viku unnu þeir sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í 32 ár og í gær komust Ljónin í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 31-23 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Detriot hefur unnið titilinn í ameríska fótboltanum en engan þeirra eftir 1967 þegar fyrsti Super Bowl leikurinn fór fram. Lions liðið er aðeins eitt af fjórum félögum í deildinni sem hefur aldrei komist í Super Bowl en liðið er nú bara einum sigri frá því. San Francisco 49ers vann 24-21 endurkomusigur á Green Bay Packers á laugardaginn en áður hafði Baltimore Ravens unnið 34-10 stórsigur á Houston Texans. Christian McCaffrey tryggði 49ers sigurinn með snertimarki í lokin. Úrslitaleikir deildanna fara fram næstkomandi sunnudag. Leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og leikur San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.40. NFL Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Sjá meira
Þeir sem vildu vita hvort Kansas City Chiefs liðið gæti unnið á útivelli í úrslitakeppninni fengu svar við því í nótt. Höfðingjarnir hans Patrick Mahomes komust þá áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti Baltimore Ravens. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinna mætast síðan San Francisco 49ers og Detroit Lions. Þetta var fyrsti útileikur Chiefs í úrslitakeppni síðan Mahomes tók við sem leikstjórnandi en hann og félagar náðu enn á ný að vinna nauman sigur á Buffalo Bills, 27-24, í miklum spennuleik. Chiefs hefur þar með slegið út Bills liðið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og er ennfremur komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar sjötta árið í röð. Chiefs liðið er ríkjandi NFL-meistari en lið hefur ekki varið titilinn síðan New England Patriots gerði það 2003 og 2004. Bills fékk tækifæri undir lokin til að koma leiknum í framlengingu en vallarmarkstilraun Tyler Bass af 44 jarda færi fór framhjá. Samvinna Mahomes og Travis Kelce var einn á ný til mikillar fyrirmyndar en Kelce skoraði tvö snertimörk í leiknum. Með því slógu þeir félagar Mahomes og Kelce met Tom Brady og Rob Gronkowski yfir flestar snertimarkssendingar í sögu úrslitakeppninnar milli leikstjórnanda og liðsfélaga. Þessar voru númer 15 og 16. Detriot Lions liðið hélt áfram ævintýri sínu en fyrir viku unnu þeir sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í 32 ár og í gær komust Ljónin í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 31-23 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Detriot hefur unnið titilinn í ameríska fótboltanum en engan þeirra eftir 1967 þegar fyrsti Super Bowl leikurinn fór fram. Lions liðið er aðeins eitt af fjórum félögum í deildinni sem hefur aldrei komist í Super Bowl en liðið er nú bara einum sigri frá því. San Francisco 49ers vann 24-21 endurkomusigur á Green Bay Packers á laugardaginn en áður hafði Baltimore Ravens unnið 34-10 stórsigur á Houston Texans. Christian McCaffrey tryggði 49ers sigurinn með snertimarki í lokin. Úrslitaleikir deildanna fara fram næstkomandi sunnudag. Leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og leikur San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.40.
NFL Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Sjá meira