Viðskipti innlent

Al­vot­ech leiðir hækkanir í Kaup­höllinni

Atli Ísleifsson skrifar
Öll félög í Kauphöllinni hafa hækkað í Kauphöllinni það sem af er morgni.
Öll félög í Kauphöllinni hafa hækkað í Kauphöllinni það sem af er morgni. Vísir/Vilhelm

Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa hækkað það sem af er morgni og hefur gengi bréfa í Alvotech hækkað mest, eða um tæplega 17 prósent, í um 2,6 milljarða króna viðskiptum.

Í lok dags á föstudag var gengi bréfa Alvotech í 1.710 en stendur nú í 2.010 krónum.

Félagið greindi frá því í tilkynningu til Kuaphallar að eftirlitsaðilar Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hafi einungis gert eina athugasemd í lokaúttekt á framleiðsluaðstöðu Alvotech í Reykjavík. Alvotech ætlar að senda FDA svar við athugasemdinni á allra næstu dögum.

Um klukkan 11 höfðu gengi bréfa í Skel fjárfestingarfélagi og Símanum hækkað um fjögur prósent.

Þá hafa bréf í Arion banka hækkað um tvö prósent eftir um tveggja milljarða viðskipti.

Úrvalsvisitalan hefur hækkað um 3,17 prósent það sem af er morgni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×