Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu
Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird.
Tengdar fréttir
Samruni Marels og JBT skynsamlegur ef skuldir aukast ekki verulega
Greinendur bandaríska fjárfestingarbankans William Blair telja að Marel og John Bean Technologies (JBT) séu nú nær því að hefja samrunaviðræður og um möguleika á „verulegum“ samlegðaráhrifum ef samningar nást.
Yfirtaka á Marel gæti „heft“ uppfærslu á markaðnum hjá vísitölufyrirtækjum
Verði af yfirtöku bandaríska fyrirtækisins JBT á Marel er hætt við því að það myndi „hefta“ frekari hækkun á gæðaflokkun íslenska markaðarins hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn forstjóra Kauphallarinnar, enda sé ólíklegt að þau myndu telja íslensku kauphöllina vera heimamarkað sameinaðs félags. Stjórnendur Kauphallarinnar hafa haft væntingar um að markaðurinn gæti fengið uppfærslu í flokk nýmarkaðsríkja hjá MSCI á árinu 2024.
Lífeyrissjóðir voru ekki áhugasamir um tilboð JBT í Marel
Stjórnendur lífeyrissjóða, sem Innherji ræddi við, voru ekki áhugasamir um óskuldbindandi tilboð bandaríska fyrirtækisins John Bean Technologies Corporation í Marel. Þeim þótti gengið of lágt og óspennandi að fá greitt að stórum hluta með hlutabréfum í erlendu félagi. Gengi Marels lækkað um allt að nærri fjögur prósent í fyrstu viðskiptum dagsins eftir að stjórn þess hafnaði tilboðinu. Hún er þó opin fyrir betri tilboðum í félagið.