Sport

Dag­skráin í dag: Afríku­keppnin, Chelsea í basli, Loka­sóknin og Subway-deild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chelsea þarf á sigri að halda.
Chelsea þarf á sigri að halda. Visionhaus/Getty Images

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum þægilega þriðjudegi. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskráinni.

Stöð 2 Sport

  • Klukkan 19.05 er leikur Hauka og Stjörnunnar í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá.
  • Klukkan 21.05 er Subway Körfuboltakvöld Extra á dagskrá. Þar verður farið yfir hvað hefur gengið á í Subway-deild karla.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 20.00 er Lokasóknin á sínum stað. Þar verður farið yfir hvaða lið komust í undanúrslit NFL-deildarinnar.

Vodafone Sport

  • Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Gíneu og Senegal í Afríkukeppninni í fótbolta.
  • Klukkan 19.55 er komið að leik Chelsea og Middlesbrough í enska deildarbikarnum. Gestirnir frá Middlesbrough leiða einvígið 1-0 en um er að ræða síðari leik liðanna.
  • Klukkan 00.05 er leikur Detroit Red Wings og Dallas Stars í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Subway-deildin

  • Klukkan 18.10 hefst útsending frá leik Þórs Akureyrar og Grindavíkur í Subway-deild kvenna.

Subway-deildin 2

  • Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Snæfells og Njarðvíkur í sömu deild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×