Skoraði sjötíu stig og bætti met Chamberlains Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2024 08:30 Samherjar Joels Embiid fögnuðu honum vel og innilega eftir sjötíu stiga leikinn. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði sjötíu stig þegar Philadelphia 76ers sigraði San Antonio Spurs, 133-123, í NBA-deildinni í nótt. Embiid er níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar sjötíu stig eða meira í einum leik. Metið á Wilt Chamberlain en hann skoraði hundrað stig í sigri Philadelphia Warriors á New York Knicks, 169-147, 2. mars 1962. Chamberlain lék með Sixers hluta af ferlinum og átti metið yfir flest stig í einum leik í sögu félagsins (68), allt þar til Embiid sló það í nótt. „Að vera nefndur í sömu andrá og Wilt er frekar svalt. Þetta var bara frábært kvöld. Ég var í stuði. Eins og ég hef sagt spila ég með óeigingjörnum leikmönnum og þeir héldu áfram að gefa á mig og ég kláraði færin,“ sagði Embiid eftir leikinn. Auk þess að skora sjötíu stig tók Embiid átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur boðið upp á slíka tölfræðilínu í einum og sama leiknum. Embiid hitti úr 24 af 41 skoti sínu utan af velli í leiknum í nótt og skoraði 21 stig af vítalínunni. Hann komst upp í sjötíu stig þegar hann skoraði með sniðsskoti þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. AN HISTORIC 70-POINT NIGHT FOR JOEL EMBIID 76ers franchise record 9th player in NBA history to score 70+ A new career high70 PTS, 18 REB, 24/41 FGM, 21/23 FTM pic.twitter.com/gDKY2E9bVA— NBA (@NBA) January 23, 2024 Embiid er stigahæstur í NBA í vetur með 36,1 stig að meðaltali í leik. Hann er því á góðri leið með að verða stigakóngur deildarinnar þriðja árið í röð. Sixers, sem hefur unnið sex leiki í röð, er í 3. sæti Austurdeildarinnar með 29 sigra og þrettán töp. NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Embiid er níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar sjötíu stig eða meira í einum leik. Metið á Wilt Chamberlain en hann skoraði hundrað stig í sigri Philadelphia Warriors á New York Knicks, 169-147, 2. mars 1962. Chamberlain lék með Sixers hluta af ferlinum og átti metið yfir flest stig í einum leik í sögu félagsins (68), allt þar til Embiid sló það í nótt. „Að vera nefndur í sömu andrá og Wilt er frekar svalt. Þetta var bara frábært kvöld. Ég var í stuði. Eins og ég hef sagt spila ég með óeigingjörnum leikmönnum og þeir héldu áfram að gefa á mig og ég kláraði færin,“ sagði Embiid eftir leikinn. Auk þess að skora sjötíu stig tók Embiid átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur boðið upp á slíka tölfræðilínu í einum og sama leiknum. Embiid hitti úr 24 af 41 skoti sínu utan af velli í leiknum í nótt og skoraði 21 stig af vítalínunni. Hann komst upp í sjötíu stig þegar hann skoraði með sniðsskoti þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. AN HISTORIC 70-POINT NIGHT FOR JOEL EMBIID 76ers franchise record 9th player in NBA history to score 70+ A new career high70 PTS, 18 REB, 24/41 FGM, 21/23 FTM pic.twitter.com/gDKY2E9bVA— NBA (@NBA) January 23, 2024 Embiid er stigahæstur í NBA í vetur með 36,1 stig að meðaltali í leik. Hann er því á góðri leið með að verða stigakóngur deildarinnar þriðja árið í röð. Sixers, sem hefur unnið sex leiki í röð, er í 3. sæti Austurdeildarinnar með 29 sigra og þrettán töp.
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira