Vika til stefnu fyrir þá sem vilja sleppa við 20 þúsund króna sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2024 09:50 Eigendur Teslu sem telja nokkur þúsund hér á landi eru á meðal þeirra sem þurfa að skrá kílómetrastöðu sína. Vísir/Vilhelm Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Að morgni miðvikudags hafði kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð. Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins. Um áramótin tók gildi kílómetragjald fyrir notkun slíkra bíla og höfðu eigendur og umráðaaðilar ákveðinn frest til að skrá kílómetrastöðuna. Samkvæmt hinum nýju lögum verður lagt 20 þúsund króna vanskráningargjald á þá sem ekki hafa skilað inn álestri þann 30. janúar. Á vef ráðuneytisins er þó nefnd dagsetningin 31. janúar. Kílómetragjaldið byggir á fjölda ekinna kílómetra og því munu þau greiða sem nota vegakerfið. Gjaldið verður 6 krónur/kílómetra fyrir rafmagns- og vetnisbíla en 2 krónur/kílómetra fyrir tengiltvinnbíla. Frekari upplýsingar um framtíðarsýn og breytingar á gjaldtöku í vegasamgöngum má nálgast á vegirokkarallra.is. Fyrsti gjalddagi vegna kílómetragjalds er 1. febrúar og eindagi 14 dögum síðar. Þau sem ekki skrá bíla sína fá reikning fyrir áætlaðri notkun sem miðast við meðalakstur fólksbíls og samsvarar rétt rúmlega sjö þúsund krónum á mánuði. Með skráningu á kílómetrastöðu á Ísland.is munu greiðslur endurspegla notkun bíls. Stjórnvöld segjast munu halda áfram að styðja við kaup á rafmagns- og vetnisbílum þó að form stuðningsins hafi breyst um áramótin. Veittur verði beinn stuðningur við kaup á slíkum bílum í stað ívilnunar í virðisaukaskatti. Orkusjóður mun annast afgreiðslu styrkjanna. Umsækjendur sækja um með stafrænum hætti á Mínum síðum á Ísland.is. Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins. Um áramótin tók gildi kílómetragjald fyrir notkun slíkra bíla og höfðu eigendur og umráðaaðilar ákveðinn frest til að skrá kílómetrastöðuna. Samkvæmt hinum nýju lögum verður lagt 20 þúsund króna vanskráningargjald á þá sem ekki hafa skilað inn álestri þann 30. janúar. Á vef ráðuneytisins er þó nefnd dagsetningin 31. janúar. Kílómetragjaldið byggir á fjölda ekinna kílómetra og því munu þau greiða sem nota vegakerfið. Gjaldið verður 6 krónur/kílómetra fyrir rafmagns- og vetnisbíla en 2 krónur/kílómetra fyrir tengiltvinnbíla. Frekari upplýsingar um framtíðarsýn og breytingar á gjaldtöku í vegasamgöngum má nálgast á vegirokkarallra.is. Fyrsti gjalddagi vegna kílómetragjalds er 1. febrúar og eindagi 14 dögum síðar. Þau sem ekki skrá bíla sína fá reikning fyrir áætlaðri notkun sem miðast við meðalakstur fólksbíls og samsvarar rétt rúmlega sjö þúsund krónum á mánuði. Með skráningu á kílómetrastöðu á Ísland.is munu greiðslur endurspegla notkun bíls. Stjórnvöld segjast munu halda áfram að styðja við kaup á rafmagns- og vetnisbílum þó að form stuðningsins hafi breyst um áramótin. Veittur verði beinn stuðningur við kaup á slíkum bílum í stað ívilnunar í virðisaukaskatti. Orkusjóður mun annast afgreiðslu styrkjanna. Umsækjendur sækja um með stafrænum hætti á Mínum síðum á Ísland.is.
Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“