Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. janúar 2024 21:35 Ragnar Þór telur sína félagsmenn í VR tilbúna í aðgerðir. Vísir/Sigurjón Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira