Þetta staðfestir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við fréttastofu.
Steinunn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að Suðurnesjalína I hafi dottið út eftir að eldingu laust niður á hana.
„Þetta sýnir mikilvægi þess að geta komist í að byggja Suðurnesjalínu II því það er bara ein lína sem heldur uppi rafmagninu á Suðurnesjum,“ sagði Steinunn í samtali við fréttastofu.