Nær öll Ameríka heldur með tveimur liðum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 12:30 Langstærsti hluti Bandaríkjanna vill ekki sjá Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs í Super Bowl í ár. Getty/Cooper Neill/ Stærstu leikir helgarinnar í amerískum íþróttum eru án vafa úrslitaleikir deildanna í NFL deildinni. Bara fjögur lið eru eftir í úrslitakeppninni og sæti í Super Bowl í boði á sunnudaginn. Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira