Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 11:33 Vagnstjórar Strætó lentu í vandræðum í hálku í gær eins og aðrir ökumenn. Myndin er tekin á Miklubraut í átt að Ártúnsbrekku. Myndir/Stefán Freyr Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“ Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“
Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31
Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41
Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00