Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2024 12:14 Swift er ein af mörgum Hollywood stjörnum sem orðið hefur fyrir barðinu á djúpfölsun. EPA Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. Myndunum var dreift um samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, og áætlað er að tugir milljóna hafi séð þær áður en þær voru fjarlægðar af miðlinum. Yvette D. Clark, þingkona demókrata í New York tjáði sig um málið á X. Hún sagði djúpvölsun vera vandamál sem sé ekki nýtt af nálinni. Í mörg ár hafi konur gerst fórnarlömb djúpfalsaðs myndefnis og með framförum í gervigreindartækni verði gerð slíkra falsana sífellt einfaldari og ódýrari. Taylor Swift hefur enn ekki tjáð sig um myndirnar og ekki liggur fyrir hver eða hvaða forrit er á bak við gerð þeirra. Í níu ríkjum í Bandaríkjunum hafa þegar verið sett lög sem banna sköpun eða deilingu á djúpfölsuðu myndefni án samþykkis viðkomandi. Með máli Swift hefur þrýstingur þingmanna á breytingar á sambandslögum Bandaríkjanna um djúpfölsun aukist. Í maí 2023 kynnti Joseph Morelle, þingmaður demókrata í New York, fyrirhugað lagafrumvarp sem fólst í að gera dreifingu á djúpfölsuðu klámi ólöglega. Hann sagði slíka dreifingu geta valdið óafturkræfum tilfinningalegum og fjárhagslegum skaða og skaða á orðspori. Morelle lýsti máli Swift á X í gær sem kynferðislegri misnotkun. Frumvarp hans um djúpfalsaðar myndir hafa enn ekki orðið að lögum. Tom Kean Jr, þingmaður Repúblikana í New Jersey, tók undir orð Morelle á X og er einn talsmanna frumvarpsins. The explicit AI images of Taylor Swift have people wondering: how is this not illegal? I was astounded, too so I wrote legislation to make non-consensual deepfakes a federal crime. Join me in advocating for passage of my bill, the Preventing Deepfakes of Intimate Images Act.— Joe Morelle (@RepJoeMorelle) January 26, 2024 Umfjöllun The Guardian um málið. Hollywood Tónlist Klám Gervigreind Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira
Myndunum var dreift um samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, og áætlað er að tugir milljóna hafi séð þær áður en þær voru fjarlægðar af miðlinum. Yvette D. Clark, þingkona demókrata í New York tjáði sig um málið á X. Hún sagði djúpvölsun vera vandamál sem sé ekki nýtt af nálinni. Í mörg ár hafi konur gerst fórnarlömb djúpfalsaðs myndefnis og með framförum í gervigreindartækni verði gerð slíkra falsana sífellt einfaldari og ódýrari. Taylor Swift hefur enn ekki tjáð sig um myndirnar og ekki liggur fyrir hver eða hvaða forrit er á bak við gerð þeirra. Í níu ríkjum í Bandaríkjunum hafa þegar verið sett lög sem banna sköpun eða deilingu á djúpfölsuðu myndefni án samþykkis viðkomandi. Með máli Swift hefur þrýstingur þingmanna á breytingar á sambandslögum Bandaríkjanna um djúpfölsun aukist. Í maí 2023 kynnti Joseph Morelle, þingmaður demókrata í New York, fyrirhugað lagafrumvarp sem fólst í að gera dreifingu á djúpfölsuðu klámi ólöglega. Hann sagði slíka dreifingu geta valdið óafturkræfum tilfinningalegum og fjárhagslegum skaða og skaða á orðspori. Morelle lýsti máli Swift á X í gær sem kynferðislegri misnotkun. Frumvarp hans um djúpfalsaðar myndir hafa enn ekki orðið að lögum. Tom Kean Jr, þingmaður Repúblikana í New Jersey, tók undir orð Morelle á X og er einn talsmanna frumvarpsins. The explicit AI images of Taylor Swift have people wondering: how is this not illegal? I was astounded, too so I wrote legislation to make non-consensual deepfakes a federal crime. Join me in advocating for passage of my bill, the Preventing Deepfakes of Intimate Images Act.— Joe Morelle (@RepJoeMorelle) January 26, 2024 Umfjöllun The Guardian um málið.
Hollywood Tónlist Klám Gervigreind Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira