Varði titilinn með afslappaðri nálgun utan vallar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2024 08:01 Ástríða. Andy Cheung/Getty Images Aryna Shabalenka varði á laugardag titil sinn er hún sigraði Opna ástralska í tennis annað árið í röð. Shabalenka lét skapið lengi vel hlaupa með sig í gönur og var gríðarlega stressuð utan vallar sem innan. Nú er tíðin hins vegar önnur og allir vegir henni færir. Shabalenka, sem er um þessar mundir í 2. sæti heimslistans í tennis, lagði Zheng Qinwen í úrslitum í ár. Sigrarnir voru öruggir með eindæmum, 6-3 og 6-2. Tók úrslitaleikurinn aðeins 76 mínútur. Í viðtali hinnar 26 ára gömlu Shabalenku hjá breska ríkisútvarpinu segir að hafi á árum áður reglulega misst stjórn á skapi sínu og yfirgefið tennisvöllinn með tár á hvarmi. Á mótinu í ár sýndi hún á sér allt aðra hlið. Aryna Sabalenka does a runway walk after winning her 2nd Grand Slam title. Strut. pic.twitter.com/vain0mMQeo— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 27, 2024 „Það er nóg pressa á manni innan vallar, utan vallar hef ég því reynt að halda í hið einfalda, halda hlutunum skemmtilegum og séð til þess að öll okkar njótum vegferðarinnar.“ Fyrir leiki á mótinu mátti sjá hina Shabalenku grínast með þjálfarateymi sínu og njóta sín í botn í upphitunaræfingum sem meðal annars innihéldu leik þar sem hún gerði sitt besta til að stöðva blöðrur frá því að lenda á jörðinni. Drop it like it's hot @Infosys #InfosysAI #AusOpenWithInfosys #AusOpen @wwos @espn @eurosport @wowowtennis pic.twitter.com/VSgPirUumC— #AusOpen (@AustralianOpen) January 27, 2024 Ef það var ekki nóg þá áritaði hún einnig áritað höfuðið á Jason Stacy, styrktarþjálfara sínum, fyrir hverja viðureign mótsins í ár. „Nú vilja þau meina að ég verði að húðflúra áritunina á höfuðið á mér. Ég veit ekki alveg með það. Fólk lærir betur og hefur meiri athygli þegar það er ferskt og fær að njóta sín aðeins,“ sagði Stacy upp nýjasta uppátæki Shabalenku. Það er hins vegar ljóst að uppátækið skilaði sínu þar sem hún tapaði ekki setti í þeim sjö leikjum sem hún lék á mótinu. BACK-TO-BACK! Aryna Sabalenka defeats Qinwen Zheng to win the #AusOpen without dropping a set the entire tournament pic.twitter.com/ZCWoiQF2yF— Eurosport (@eurosport) January 27, 2024 „Það voru augnablik á ferli mínum þar sem ég hafði enga trú á að ég myndi vinna risamót. Þetta hefur verið upp og niður en ég neitaði að gefast upp.“ Aðeins eru fjórir mánuðir síðan Shabalenka rústaði tennisspaða sínum eftir að hafa tapað fyrir Coco Gauff í úrslitum Opna bandaríska. „Auðvitað var ég miður mín eftir þá viðureign. Ég grét og skemmdi spaðann. Ég var virkilega brjáluð.“ Shabalenka náði fram hefndum í Ástralíu. „Ég hef meiri stjórn og leyfi ekki öðrum hlutum að komast að í huga mínum. Ég einbeiti mér aðeins að sjálfri mér, held að það sé munurinn. Þó það bjáti eitthvað á þá verð ég ekki brjáluð eins og ég var vön að gera. Ég hef þessa trú að sama hvað gerist þá geti ég barist fyrir sigri.“ Tennis Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira
Shabalenka, sem er um þessar mundir í 2. sæti heimslistans í tennis, lagði Zheng Qinwen í úrslitum í ár. Sigrarnir voru öruggir með eindæmum, 6-3 og 6-2. Tók úrslitaleikurinn aðeins 76 mínútur. Í viðtali hinnar 26 ára gömlu Shabalenku hjá breska ríkisútvarpinu segir að hafi á árum áður reglulega misst stjórn á skapi sínu og yfirgefið tennisvöllinn með tár á hvarmi. Á mótinu í ár sýndi hún á sér allt aðra hlið. Aryna Sabalenka does a runway walk after winning her 2nd Grand Slam title. Strut. pic.twitter.com/vain0mMQeo— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 27, 2024 „Það er nóg pressa á manni innan vallar, utan vallar hef ég því reynt að halda í hið einfalda, halda hlutunum skemmtilegum og séð til þess að öll okkar njótum vegferðarinnar.“ Fyrir leiki á mótinu mátti sjá hina Shabalenku grínast með þjálfarateymi sínu og njóta sín í botn í upphitunaræfingum sem meðal annars innihéldu leik þar sem hún gerði sitt besta til að stöðva blöðrur frá því að lenda á jörðinni. Drop it like it's hot @Infosys #InfosysAI #AusOpenWithInfosys #AusOpen @wwos @espn @eurosport @wowowtennis pic.twitter.com/VSgPirUumC— #AusOpen (@AustralianOpen) January 27, 2024 Ef það var ekki nóg þá áritaði hún einnig áritað höfuðið á Jason Stacy, styrktarþjálfara sínum, fyrir hverja viðureign mótsins í ár. „Nú vilja þau meina að ég verði að húðflúra áritunina á höfuðið á mér. Ég veit ekki alveg með það. Fólk lærir betur og hefur meiri athygli þegar það er ferskt og fær að njóta sín aðeins,“ sagði Stacy upp nýjasta uppátæki Shabalenku. Það er hins vegar ljóst að uppátækið skilaði sínu þar sem hún tapaði ekki setti í þeim sjö leikjum sem hún lék á mótinu. BACK-TO-BACK! Aryna Sabalenka defeats Qinwen Zheng to win the #AusOpen without dropping a set the entire tournament pic.twitter.com/ZCWoiQF2yF— Eurosport (@eurosport) January 27, 2024 „Það voru augnablik á ferli mínum þar sem ég hafði enga trú á að ég myndi vinna risamót. Þetta hefur verið upp og niður en ég neitaði að gefast upp.“ Aðeins eru fjórir mánuðir síðan Shabalenka rústaði tennisspaða sínum eftir að hafa tapað fyrir Coco Gauff í úrslitum Opna bandaríska. „Auðvitað var ég miður mín eftir þá viðureign. Ég grét og skemmdi spaðann. Ég var virkilega brjáluð.“ Shabalenka náði fram hefndum í Ástralíu. „Ég hef meiri stjórn og leyfi ekki öðrum hlutum að komast að í huga mínum. Ég einbeiti mér aðeins að sjálfri mér, held að það sé munurinn. Þó það bjáti eitthvað á þá verð ég ekki brjáluð eins og ég var vön að gera. Ég hef þessa trú að sama hvað gerist þá geti ég barist fyrir sigri.“
Tennis Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira