Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 20:30 Palestínumaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lag eftir sig og tvo meðlimi Hatara. Vísir/Samsett Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Söngvakeppninni. Hann mun flytja lagið í seinni undanúrslitum keppninnar sem haldin verða 24. febrúar næstkomandi. Lagið heitir Vestrið villt og var samið af Bashar og Einari Hrafni Stefánssyni og var texti Bashars þýddur yfir á íslensku af Matthíasi Tryggva Haraldssyni. Matthías og Einar eru báðir meðlimir sveitarinnar Hatara. Hatari hefur áður unnið með Bashar en hann kemur fram á laginu Klefa sem var gefið út árið 2020. Murad er hinsegin listamaður og býr í austurhluta Jerúsalem. Í umfjöllun fréttastofu um útgáfu lagsins á sínum tíma segir að hann semji bæði lög og texta og reyni með list sinn að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem sífellt sé dregin upp af Palestínumönnum. Hatari vakti mikla athygli þegar sveitin keppti í Eurovision árið 2019 sem haldið var í Ísrael. Á úrslitakeppninni dró sveitin upp fána Palestínu þegar loks kom að stigagjöf til Íslands. Fyrr í mánuðinum birti sveitin færslu á síðu sína á Instagram þar sem þeir hvöttu stjórn keppninnar til að meina Ísrael þátttöku. View this post on Instagram A post shared by HATARI (@hatari_official) Í tilkynningunni kemur einnig fram að Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, muni keppa með lagið Ró. Það er samið af honum og Halldóri Eldjárn og textann samdi Una Torfadóttir. Hera Björk freistir gæfunnar í keppninni í ár með lagið Við förum hærra. Eins og flestum er kunnugt keppti hún í Eurovision fyrir hönd Íslands árið 2010 með laginu Je ne sais quoi. Meðal annarra keppanda eru Inga Birna Friðjónsdóttir, sem gengur undir nafninu Blankiflúr. Hún syngur lagið Sjá þig. Ásdís María Viðarsdóttir gengur undir sviðsnafninu ANITA og syngur lagið Stingum af. Sunny, eða Sunna Kristinsdóttir syngur lagið Fiðrildi. Dúóið VÆB syngur lagið Bíómynd, Sigga Ózk sem keppti einnig á síðasta ári syngur lagið Um allan alheiminn og María Agnesardóttir, MAIAA syngur lagið Fljúga burt. Keppnin hefst 17. febrúar og seinna undanúrslitakvöldið verður 24. Fjögur lög komast áfram úr undanúrslitakvöldunum tveimur í gegnum símakosningu landsmanna. Framleiðendur keppninar geta svo hleypt einu lagi enn áfram. Það verða því fjögur eða fimm lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þar sem sigurvegari Söngvakeppninnar verður kosinn af almenningi og dómnefnd. Kynnar keppninnar verða þau Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. Lög, flytjendur og höfundar í Söngvakeppninni 2024 Fyrri undanúrslit, 17. febrúar RÓ Flytjandi: CeaseTone Lag: Hafsteinn Þráinsson og Halldór Eldjárn Texti: Una Torfadóttir Sjá þig Flytjandi: Blankiflúr (Inga Birna Friðjónsdóttir) Lag og texti: FIMM (Hólmfríður Sigurðardóttir, Páll Axel Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir, Albert Sigurðsson og Sólveig Sigurðardóttir) Stingum af Flytjandi: ANITA Lag: Ásdís María Viðarsdóttir og Jake Tench Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Fiðrildi Flytjandi: Sunny Lag: Nikulás Nikulásson og Sunna Kristinsdóttir Texti: Sunna Kristinsdóttir Bíómynd Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson Seinni undanúrslit, 24. febrúar Vestrið villt Flytjandi: Bashar Murad Lag: Bashar Murad & Einar Hrafn Stefánsson Texti: Matthías Tryggvi Haraldsson Við förum hærra Flytjandi: Hera Björk Lag: Ásdís María Viðarsdóttir, Michael Burek, Jaro Omar og Ferras Alqaisi Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Þjakaður af ást Flytjandi: Heiðrún Anna Lag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir og Rut Ríkey Tryggvadóttir Um allan alheiminn Flytjandi: Sigga Ózk Lag: Sigga Ózk, Birkir Blær og TRIBBS Texti: Sigga Ózk Fljúga burt Flytjandi: MAIAA Lag: Baldvin Snær Hlynsson Texti: Baldvin Snær Hlynsson og María Agnesardótti Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Söngvakeppninni. Hann mun flytja lagið í seinni undanúrslitum keppninnar sem haldin verða 24. febrúar næstkomandi. Lagið heitir Vestrið villt og var samið af Bashar og Einari Hrafni Stefánssyni og var texti Bashars þýddur yfir á íslensku af Matthíasi Tryggva Haraldssyni. Matthías og Einar eru báðir meðlimir sveitarinnar Hatara. Hatari hefur áður unnið með Bashar en hann kemur fram á laginu Klefa sem var gefið út árið 2020. Murad er hinsegin listamaður og býr í austurhluta Jerúsalem. Í umfjöllun fréttastofu um útgáfu lagsins á sínum tíma segir að hann semji bæði lög og texta og reyni með list sinn að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem sífellt sé dregin upp af Palestínumönnum. Hatari vakti mikla athygli þegar sveitin keppti í Eurovision árið 2019 sem haldið var í Ísrael. Á úrslitakeppninni dró sveitin upp fána Palestínu þegar loks kom að stigagjöf til Íslands. Fyrr í mánuðinum birti sveitin færslu á síðu sína á Instagram þar sem þeir hvöttu stjórn keppninnar til að meina Ísrael þátttöku. View this post on Instagram A post shared by HATARI (@hatari_official) Í tilkynningunni kemur einnig fram að Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, muni keppa með lagið Ró. Það er samið af honum og Halldóri Eldjárn og textann samdi Una Torfadóttir. Hera Björk freistir gæfunnar í keppninni í ár með lagið Við förum hærra. Eins og flestum er kunnugt keppti hún í Eurovision fyrir hönd Íslands árið 2010 með laginu Je ne sais quoi. Meðal annarra keppanda eru Inga Birna Friðjónsdóttir, sem gengur undir nafninu Blankiflúr. Hún syngur lagið Sjá þig. Ásdís María Viðarsdóttir gengur undir sviðsnafninu ANITA og syngur lagið Stingum af. Sunny, eða Sunna Kristinsdóttir syngur lagið Fiðrildi. Dúóið VÆB syngur lagið Bíómynd, Sigga Ózk sem keppti einnig á síðasta ári syngur lagið Um allan alheiminn og María Agnesardóttir, MAIAA syngur lagið Fljúga burt. Keppnin hefst 17. febrúar og seinna undanúrslitakvöldið verður 24. Fjögur lög komast áfram úr undanúrslitakvöldunum tveimur í gegnum símakosningu landsmanna. Framleiðendur keppninar geta svo hleypt einu lagi enn áfram. Það verða því fjögur eða fimm lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þar sem sigurvegari Söngvakeppninnar verður kosinn af almenningi og dómnefnd. Kynnar keppninnar verða þau Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. Lög, flytjendur og höfundar í Söngvakeppninni 2024 Fyrri undanúrslit, 17. febrúar RÓ Flytjandi: CeaseTone Lag: Hafsteinn Þráinsson og Halldór Eldjárn Texti: Una Torfadóttir Sjá þig Flytjandi: Blankiflúr (Inga Birna Friðjónsdóttir) Lag og texti: FIMM (Hólmfríður Sigurðardóttir, Páll Axel Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir, Albert Sigurðsson og Sólveig Sigurðardóttir) Stingum af Flytjandi: ANITA Lag: Ásdís María Viðarsdóttir og Jake Tench Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Fiðrildi Flytjandi: Sunny Lag: Nikulás Nikulásson og Sunna Kristinsdóttir Texti: Sunna Kristinsdóttir Bíómynd Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson Seinni undanúrslit, 24. febrúar Vestrið villt Flytjandi: Bashar Murad Lag: Bashar Murad & Einar Hrafn Stefánsson Texti: Matthías Tryggvi Haraldsson Við förum hærra Flytjandi: Hera Björk Lag: Ásdís María Viðarsdóttir, Michael Burek, Jaro Omar og Ferras Alqaisi Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Þjakaður af ást Flytjandi: Heiðrún Anna Lag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir og Rut Ríkey Tryggvadóttir Um allan alheiminn Flytjandi: Sigga Ózk Lag: Sigga Ózk, Birkir Blær og TRIBBS Texti: Sigga Ózk Fljúga burt Flytjandi: MAIAA Lag: Baldvin Snær Hlynsson Texti: Baldvin Snær Hlynsson og María Agnesardótti
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning