Tvær vítaspyrnur í súginn hjá AC Milan og Juventus missteig sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 22:16 Oliver Giroud brenndi af vítaspyrnu. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Tvær vítaspyrnur fóru forgörðum hjá AC Milan þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Bologna á heimavelli Í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þá gerði Juventus aðeins jafntefli við Empoli en Juventus var manni færri lungann úr leiknum. Í Mílanó kom hinn eftirsótti Joshua Zirkzee gestunum í Bologna yfir eftir rétt tæpan hálftíma. Þjálfari Bologna, Thiago Motta, lét svo senda sig upp í stúku á 41. mínútu en hann var ósáttur með vítaspyrnu sem AC Milan fékk. Lætin í Motta voru nægileg til að Oliver Giroud brenndi af en Lukasz Skorupski varði frá franska framherjanum. Staðan var hins vegar jöfn í hálfleik eftir að Davide Calabria fann Ruben Loftus-Cheek inn á vítateig og Englendingurinn þrumaði boltanum í hornið niðri, staðan 1-1 í hálfleik. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka fékk AC Milan aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Theo Hernandez, samlandi Giroud, á punktinn en skot hans hafnaði í stönginni og staðan því enn 1-1. Aftur virtist Loftus-Cheek ætla að koma AC Milan til bjargar en hann stangaði fyrirgjöf Alessandro Florenzi í netið á 83. mínútu. Í uppbótartíma fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað atvik þar sem Victor Kristansen féll til jarðar. Riccardo Orsolini brást ekki bogalistin, jafnaði metin og tryggði Bologna stig en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 29' - Zirkzee puts Bologna ahead 42' - Giroud's penalty saved 45' - Loftus-Cheek makes it 1-1 75' - Hernandez misses his penalty 83' - Loftus-Cheek scores again, 2-1 90' - Orsolini makes it 2-2 from the spot What a game! #MilanBologna pic.twitter.com/5nD006XBbI— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 27, 2024 Juventus tók á móti Empoli fyrr í kvöld og fékk framherjinn Arkadiusz Milik beint rautt spjald eftir stundarfjórðung fyrir slæma tæklingu. Staðan var markalaus í hálfleik en serbneski framherjinn Dušan Vlahović kom Juventus yfir snemma í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks nýttu gestirnir sér það að vera einum fleiri og jafnaði Tommaso Baldanzi metin, staðan orðin 1-1 og það reyndust lokatölur. Juventus er áfram á toppi deildarinnar en aðeins eru tvö stig í Inter sem á tvo leiki til góða. Juventus með 53 en Inter 51. AC Milan er svo í 3. sæti með 46 stig eftir að hafa leikið tveimur leikjum meira en Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Í Mílanó kom hinn eftirsótti Joshua Zirkzee gestunum í Bologna yfir eftir rétt tæpan hálftíma. Þjálfari Bologna, Thiago Motta, lét svo senda sig upp í stúku á 41. mínútu en hann var ósáttur með vítaspyrnu sem AC Milan fékk. Lætin í Motta voru nægileg til að Oliver Giroud brenndi af en Lukasz Skorupski varði frá franska framherjanum. Staðan var hins vegar jöfn í hálfleik eftir að Davide Calabria fann Ruben Loftus-Cheek inn á vítateig og Englendingurinn þrumaði boltanum í hornið niðri, staðan 1-1 í hálfleik. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka fékk AC Milan aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Theo Hernandez, samlandi Giroud, á punktinn en skot hans hafnaði í stönginni og staðan því enn 1-1. Aftur virtist Loftus-Cheek ætla að koma AC Milan til bjargar en hann stangaði fyrirgjöf Alessandro Florenzi í netið á 83. mínútu. Í uppbótartíma fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað atvik þar sem Victor Kristansen féll til jarðar. Riccardo Orsolini brást ekki bogalistin, jafnaði metin og tryggði Bologna stig en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 29' - Zirkzee puts Bologna ahead 42' - Giroud's penalty saved 45' - Loftus-Cheek makes it 1-1 75' - Hernandez misses his penalty 83' - Loftus-Cheek scores again, 2-1 90' - Orsolini makes it 2-2 from the spot What a game! #MilanBologna pic.twitter.com/5nD006XBbI— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 27, 2024 Juventus tók á móti Empoli fyrr í kvöld og fékk framherjinn Arkadiusz Milik beint rautt spjald eftir stundarfjórðung fyrir slæma tæklingu. Staðan var markalaus í hálfleik en serbneski framherjinn Dušan Vlahović kom Juventus yfir snemma í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks nýttu gestirnir sér það að vera einum fleiri og jafnaði Tommaso Baldanzi metin, staðan orðin 1-1 og það reyndust lokatölur. Juventus er áfram á toppi deildarinnar en aðeins eru tvö stig í Inter sem á tvo leiki til góða. Juventus með 53 en Inter 51. AC Milan er svo í 3. sæti með 46 stig eftir að hafa leikið tveimur leikjum meira en Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira