Hlutabréfamarkaðurinn er í meira jafnvægi og „ekki allt á kostakjörum“
![Icelandair er vanmetnasta félagið í Kauphöll, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital.](https://www.visir.is/i/5005944D953A01ABF805920FC21E4A0087AFCD58128E53578FA5248DEF577BDC_713x0.jpg)
Hlutabréfamarkaðurinn er í meira jafnvægi en í lok október þegar hann var „nærri lágmarki“ en frá þeim tíma hefur hann hækkað nær linnulaust. „Það er ekki allt á kostakjörum á markaðnum lengur líkt og var fyrir um þremur mánuðum síðan,“ að mati hlutabréfagreinenda, en fyrirtæki á markaði voru þá vanmetin um tæp 37 prósent en nú er hlutfallið um 16 prósent.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/721E607821B202E5B2955E285B139D6EFE1EE39E408A7493B6CE6A5076BF0B29_308x200.jpg)
Mælir nú með kaupum í Alvotech og hækkar verðmatið um 70 prósent
Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Barclays mælir með því við fjárfestar bæti við sig í Alvotech, áður ráðlagði hann þeim að halda stöðu sinni, og hækkar verulega verðmatsgengi sitt á íslenska líftæknilyfjafélagið eftir að ljóst varð að það á von á því að fá samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sín stærstu lyf. Fjárfestar eru nú með meiri vissu um að sá fjöldi lyfja sem eru í þróun hjá Alvotech fari að skila tekjum, að sögn Barclays, sem telur félagið verða með sterka samkeppnisstöðu á markaði vestanhafs með hliðstæðu við gigtarlyfið Humira.
![](https://www.visir.is/i/7D72D37708F54656FE1DD7F696319D4662F5EA22F3151792439F953BEF108C19_308x200.jpg)
Fjármagn flæddi í hlutabréfasjóði á síðasta mánuði ársins
Eftir nánast samfellt útflæði úr hlutabréfasjóðum um langt skeið varð viðsnúningur á síðasta mánuði ársins 2023 þegar fjárfestar settu talsvert fjármagn í slíka sjóði samhliða því að hlutabréfamarkaðurinn fór á mikið flug. Á sama tíma var hins vegar ekkert lát á áframhaldandi sölu fjárfesta í blönduðum sjóðum og skuldabréfasjóðum.
![](https://www.visir.is/i/AB8F33BBDBCC81A8B09573CC5B07655FE4FC6439C9FA06500E435A5F8C6D1ACA_308x200.jpg)
IFS verðmetur Alvotech 47 prósentum hærra en markaðurinn
IFS greining verðmetur gengi Alvotech 47 prósentum yfir markaðsverði. Fái fyrirtækið markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir hliðstæðu af líftæknilyfinu Humira, sem er gigtarlyf, í febrúar hækkar verðmatið þannig að það verður næstum tvöfalt hærra en markaðsvirðið er um þessar mundir. „Líftæknilyfjamarkaðurinn hefur farið ört vaxandi, í raun allt frá upphafi, sem gerir markað fyrir hliðstæðulyf einnig mjög spennandi og eftirsóknarverðan.“
![](https://www.visir.is/i/5C6A19D0EC74D14941BDE681C3024EDD2C88907E68C8973A29D23BCCC916CBF0_308x200.jpg)
Von á nokkrum nýskráningum í ár ef það verður áfram stemning á markaði
Framkvæmdastjóri hjá Kauphöllinni á von á því að nokkur ný félög muni bætast við hlutabréfamaraðinn í ár en veigamikil atriði í umhverfinu sem skipta máli hvað það varðar hafa verið að þróast til betri vegar. „Við höfum orðið vör við talsverðan áhuga á skráningum. Þetta gæti orðið nokkuð spennandi ár ef verðlagning helst hagstæð og það verður áfram góð stemning á markaðnum.“
![](https://www.visir.is/i/AB8F33BBDBCC81A8B09573CC5B07655FE4FC6439C9FA06500E435A5F8C6D1ACA_308x200.jpg)
Alvotech lyftir upp öllum markaðnum nú þegar samþykki FDA er nánast í höfn
Markaðsvirði Alvotech, ásamt nær öllum félögum í Kauphöllinni, hefur rokið upp um nærri hundrað milljarða króna á markaði sem af er degi eftir að ljóst varð að íslenska líftæknilyfjafélagið ætti von á því að fá samþykkt markaðsleyfi fyrir sín stærstu lyf í Bandaríkjunum. Útlit er fyrir að Alvotech verði í talsverðan tíma einir á markaði vestanhafs með hliðstæðu við gigtarlyfið Humira, eitt mesta selda lyf í heimi, sem hefur þá eiginleika sem söluaðilar þar í landi horfa einkum til.
![](https://www.visir.is/i/17C9645581067B38B949E47045955594A877E944394CE8C3B17CB7F89407B4CA_308x200.jpg)
Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug
Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum.