Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 13:18 Snæfríður Aþena, dýrahjúkrunarfræðingur á dýraspítalanum í Víðidal annast kisur og önnur dýr á spítalanum af mikilli alúð. Vísir/Einar Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. Vegna mikils fjölda heimilislausra katta í athvörfum landsins ákváðu forsvarsmenn Dýraspítalans í Víðidal að bjóða geldingar-og ófrjósemisaðgerðir á 30 prósent afslætti. Upphaflega áttu tilboðsdagarnir að standa yfir í tvo daga en vegna gífurlegrar eftirspurnar var ákveðið að framlengja tilboðið út janúar. Í fréttatíma Stöðvar 2 var fylgst með Nínu í ófrjósemisaðgerð. Eftir góðan undirbúning tók aðgerðin sjálf skamma stund, aðeins um fimm mínútur. „Allt gekk vel, hún fer heim með smá verkjalyf. Svo gengur vonandi allt vel áfram og við þurfum ekki að sjá hana aftur fyrr en í bólusetningum,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur. Aðgerðin sjálf tekur skamma stund, aðeins um fimm til tíu mínútur. Vísir/Einar Fyrir utan það markmið að sporna gegn offjölgun katta hafa aðgerðir sem þessar ýmsa heilsufarslega kosti. Hjá læðum er aukin hætta á legbólgu og júguræxlum séu þær ekki teknar úr sambandi. „Og með strákana, ef þeir eru ekki geldir eru hærri líkur á að verði fyrir slysi.” Þeir halda að þeir séu óstöðvandi. „Þeir taka meiri áhættu út af hormónunum og eru með stærri radíus í kringum heimilið. Þannig við erum líka að sporna gegn því að þeir verði fyrir bíl, týnist eða þess háttar.” Ef allt gengur að óskum eru kettir fljótir að jafna sig eftir geldingar-og ófrjósemisaðgerðir.Vísir/Einar Dýralæknar mæla því eindregið með því að kattaeigendur geldi ferfætlingana sína. „Það eru margir sem halda að þeir séu að gera kisunum greiða með því að „leyfa þeim að eignast kettlinga,“ en svo situr þú kannski uppi með fimm eða sex kettlinga, og svo þarf að finna heimili fyrir alla. Þannig það er í raun betra mál að reyna að sporna gegn þessari offjölgun í samfélaginu,” segir Snæfríður Aþena. Dýr Dýraheilbrigði Kettir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Vegna mikils fjölda heimilislausra katta í athvörfum landsins ákváðu forsvarsmenn Dýraspítalans í Víðidal að bjóða geldingar-og ófrjósemisaðgerðir á 30 prósent afslætti. Upphaflega áttu tilboðsdagarnir að standa yfir í tvo daga en vegna gífurlegrar eftirspurnar var ákveðið að framlengja tilboðið út janúar. Í fréttatíma Stöðvar 2 var fylgst með Nínu í ófrjósemisaðgerð. Eftir góðan undirbúning tók aðgerðin sjálf skamma stund, aðeins um fimm mínútur. „Allt gekk vel, hún fer heim með smá verkjalyf. Svo gengur vonandi allt vel áfram og við þurfum ekki að sjá hana aftur fyrr en í bólusetningum,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur. Aðgerðin sjálf tekur skamma stund, aðeins um fimm til tíu mínútur. Vísir/Einar Fyrir utan það markmið að sporna gegn offjölgun katta hafa aðgerðir sem þessar ýmsa heilsufarslega kosti. Hjá læðum er aukin hætta á legbólgu og júguræxlum séu þær ekki teknar úr sambandi. „Og með strákana, ef þeir eru ekki geldir eru hærri líkur á að verði fyrir slysi.” Þeir halda að þeir séu óstöðvandi. „Þeir taka meiri áhættu út af hormónunum og eru með stærri radíus í kringum heimilið. Þannig við erum líka að sporna gegn því að þeir verði fyrir bíl, týnist eða þess háttar.” Ef allt gengur að óskum eru kettir fljótir að jafna sig eftir geldingar-og ófrjósemisaðgerðir.Vísir/Einar Dýralæknar mæla því eindregið með því að kattaeigendur geldi ferfætlingana sína. „Það eru margir sem halda að þeir séu að gera kisunum greiða með því að „leyfa þeim að eignast kettlinga,“ en svo situr þú kannski uppi með fimm eða sex kettlinga, og svo þarf að finna heimili fyrir alla. Þannig það er í raun betra mál að reyna að sporna gegn þessari offjölgun í samfélaginu,” segir Snæfríður Aþena.
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira