Arsenal nálgast toppinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 21:26 Gabriel Jesus skoraði og lagði upp fyrir Arsenal í kvöld. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Arsenal vann mikilvægan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir í Arsenal voru mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda, en þrátt fyrir það átti liðið í stökustu erfiðleikum með að skora. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búnigsherbergja. Áfram héldu gestirnir að sækja í síðari hálfleik og það bar loksins árangur á 65. mínútu þegar Gabriel Jesus kom boltanum í netið úr þröngu færi. Jesus var svo aftur á ferðinni sjö mínútum síðar þegar hann fann Bukayo Saka inni á vítateig sem kláraði vel og tvöfaldaði forystu Arsenal. Varamaðurinn Taiwo Awoniyi, sem var að koma til baka eftir meiðsli, gaf heimamönnum hins vegar von á 89. mínútu þegar hann gerði vel gegn William Saliba og kom svo boltanum framhjá David Raya í marki Arsenal og bjó til óvænta spennu fyrir uppbótartíma leiksins. Heimamönnum tókst þó ekki að finna jöfnunarmarkið og niðurstaðan varð 2-1 sigur Arsenal sem nú er með 46 stig eftir 22 leiki, tveimur stigum minna en topplið Liverpool sem á þó leik til góða. Nottingham Forest situr hins vegar í 16. sæti með 20 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Enski boltinn
Arsenal vann mikilvægan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir í Arsenal voru mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda, en þrátt fyrir það átti liðið í stökustu erfiðleikum með að skora. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búnigsherbergja. Áfram héldu gestirnir að sækja í síðari hálfleik og það bar loksins árangur á 65. mínútu þegar Gabriel Jesus kom boltanum í netið úr þröngu færi. Jesus var svo aftur á ferðinni sjö mínútum síðar þegar hann fann Bukayo Saka inni á vítateig sem kláraði vel og tvöfaldaði forystu Arsenal. Varamaðurinn Taiwo Awoniyi, sem var að koma til baka eftir meiðsli, gaf heimamönnum hins vegar von á 89. mínútu þegar hann gerði vel gegn William Saliba og kom svo boltanum framhjá David Raya í marki Arsenal og bjó til óvænta spennu fyrir uppbótartíma leiksins. Heimamönnum tókst þó ekki að finna jöfnunarmarkið og niðurstaðan varð 2-1 sigur Arsenal sem nú er með 46 stig eftir 22 leiki, tveimur stigum minna en topplið Liverpool sem á þó leik til góða. Nottingham Forest situr hins vegar í 16. sæti með 20 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti