Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fór með embætti fjármálaráðherra þegar ráðist var í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Einar
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan, en gestur fundarins verður Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra.
Það var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem óskaði eftir fundinum.
Sjá má fundinn í heild sinni í spilaranum að neðan.